Mánudagur 18.nóvember 2019
Fréttir

Hvert mun Play fljúga? Þetta eru sagðir líklegustu áfangastaðirnir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 08:58

Chicago er hugsanlegur áfangastaður Play.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á blaðamannafundi sem haldinn var í Perlunni í gær tilkynnti Arnar Már Magnússon, forstjóri hins nýja íslenska lággjaldaflugfélags Play, að til að byrja með muni félagið nota tvær Airbus þotur sem síðan verður fjölgað í sex.

Fyrst verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu, helstu borga álfunnar en einnig tveggja sólarstaða. Þegar fjölgar í flugvélaflota Play í vor verður einnig flogið til Norður-Ameríku.

Á vef Túrista eru birtar vangaveltur um líklega áfangastaði Play, en þar kemur fram að sólarstaðirnir sem um ræðir séu líklega Alicante og Tenerife – tveir áfangastaðir sem hafa verið vinsælir meðal Íslendinga á undanförnum árum. Þá er bent á að WOW air hafi flogið á þessa áfangastaði og tveir af stjórnendum Play komi úr herbúðum WOW.

Þá segir að Play horfi líklega til Berlínar, París, London og Kaupmannahafnar. Meiri óvissa er þó um áfangastaði Play í Norður-Ameríku, en í frétt Túrista er bent á New York, Boston, Washington og Toronto. Þá er bent á að WOW hafi flogið til Chicago og Detroit og Detroit-flugið hafi verið hluti af leiðakerfi WOW air allt til loka. Það bendi til þess að það hafi gengið vel. Það sé þó spurning hvort Chicago og Detroit séu heppilegir áfangastaðir miðað við drægni Airbus-þotanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Húðlatur Hazard
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðherrar og þingmenn heimsóttu Samherja – Sjáið myndirnar

Ráðherrar og þingmenn heimsóttu Samherja – Sjáið myndirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona búa Samherjar

Svona búa Samherjar