fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hátíð ljóss, friðar og fíkniefna: Fíkniefnasmyglarar nýta sér jólaösina

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan aðrir sjá stress og kvíða í kringum sig þegar rætt er um jólin þá hugsa fjölmargir íslenskir fíkniefnasmyglarar sér gott til glóðarinnar. Af hverju? Jú, því að sögn Harðar Jónssonar, framkvæmdastjóra pósthúsasviðs hjá Póstinum, þá eykst magn af erlendum sendingum til landsins gífurlega þegar jólaösin bankar upp á. Álagið á starfsmenn eykst, bæði hjá Póstinum og Tollstjóra sem sér um eftirlit með ólöglegum sendingum til landsins, eins og til dæmis sendingum sem innihalda fíkniefni.

Þetta mikla magn og þessi gríðarlega aukning í erlendum sendingum verður til þess að fíkniefnasmyglarar sjá sér leik á borði og smygla fíkniefnum þegar hvað mest flæði af alls kyns pökkum streymir til landsins vegna jólahátíðarinnar. „Ef þú ætlar að panta fíkniefni með póstsendingu til landsins þá er þetta tíminn. Það er bara þannig. Þú pantar tíu pakka og það er alveg bókað mál að allavega helmingur þeirra ratar í gegnum tollinn og í hendurnar á sölumönnum,“ segir viðmælandi DV sem stundaði slíkan innflutning grimmt á árum áður.

600 þúsund sendingar fyrir jólin

Bæði starfsfólk Póstsins og Tollstjóra standa hins vegar vaktina yfir hátíðarnar og reyna að vera einu skrefi á undan fíkniefnasmyglurunum. Um 600 þúsund sendingar koma til landsins í nóvember og desember. Til þess að átta sig á því hversu miklu meira magn af sendingum kemur til landsins yfir hátíðarnar, borið saman við meðalfjölda sendinga, þá er munurinn um 400 þúsund pakkar. Hörður segir að yfir þennan tíma aukist álagið í höfuðstöðvum Póstsins með tilheyrandi fjölgun starfsmanna, auknu álagi og síðast en ekki síst auknu eftirliti. „Við erum að bæta við í kringum 100 starfsmönnum í nóvember og desember,“ segir Hörður og bendir á að það sé alltaf gífurlegt eftirlit með sendingunum sem koma til landsins. „Ég var þarna um daginn og þar var hundur sem verið var að kenna. Það var starfsmaður sem var með sýnishorn af eiturlyfjum á sér og hundurinn greindi þennan starfsmann úr stórum hópi starfsmanna. Það er þefað af öllum sendingum sem koma hingað að utan, alla daga, allan ársins hring.“

Þrír hundar þefa af jólapökkum

Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollstjóranum í Reykjavík, tekur undir orð Harðar um að eftirlit sé með Póstinum allan ársins hring. „En álagið eykst á þessum tíma, alveg heilmikið. Það er rétt,“ segir Ársæll og bætir við að þá sé gripið til ýmissa ráða. „Við reynum að auka eftirlitið að sjálfsögðu og við nýtum hundana vel,“ segir Ársæll og á þá við fíkniefnahunda Tollstjórans sem eru þrír.

Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri pósthúsasviðs hjá Póstinum.
Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollstjóra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi