fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Íslendingur varð vitni að hryðjuverkaárásinni í London: Var í matarpásu -„Þá heyrðust tveir hvell­ir“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 19:30

Skjáskot úr upptöku Einars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingurinn Einar Örn varð vitni að hryðjuverkunum sem áttu sér stað í London í dag. Einar er tæknimaður hjá útvarpsstöð í London en hann var í matarhléi á svölum skrifstofunnar. Skrifstofan hans er við suðurenda brúarinnar en árásin átti sér stað við norðurendann. Mbl.is greinir frá þessu.

„Sól­in skein glatt og ég hafði á orði við koll­ega minn hvað veðrið væri af­skap­lega gott,“ sagði­ Ein­ar í viðtali við Mbl.is. „Svo verðum við var­ir við ein­hvern óró­leika á brúnni og heyr­um fólk hrópa til nærstaddra að forða sér í burtu. Þá heyrðust tveir hvell­ir, sem við héld­um í fyrstu að væru flug­eld­ar. Svo fylgdu fleiri skot­hvell­ir í kjöl­farið og fyrr en varði var fjöldi lög­reglu­bif­reiða kom­inn á staðinn.“

Einar tók upp atburðarrásina en í upptökunni má sjá fólk flýja af brúnni.

„Héðan fer eng­inn út og eng­inn inn,“ sagði Einar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins en þá hafði lokunin staðið yfir í fjóra klukkutíma. Ásamt Einari eru um 2.400 manns sem sitja fastir í byggingunni og enginn veit hvenær má fara út. „Fólk sem hef­ur verið hér leng­ur seg­ir mér að í hryðju­verka­árás­inni 2017 hér á brúnni og á Borough Mar­ket hafi bygg­ing­um verið lokað í 18 klukku­stund­ir en von­andi verður okk­ur hleypt út fyrr en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv