fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Guðlaugur enn á ný í bobba: Maðurinn sem skallaði níræða konu kemst aftur í kast við lögin

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Helgi Valsson var nýverið dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir að brjóta gegn skilorði reynslulausnar sinnar en hann var þrisvar sinnum sviptur ökurétti á um það bil fjögurra mánaða tímabili.

Afbrot Guðlaugs hafa áður vakið athygli en í maí árið 2017 var hann dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa brotist inn í sama bílsskúrinn tvö kvöld í röð. Athygli vakti að í fyrra skiptið kom húsráðandi að Guðlaugi en þrátt fyrir það var hann aftur mættur næsta kvöld.

Í dómi Guðlaugs frái 2017 kom fram að hann hafi miðvikudaginn 10. maí spennt upp glugga á bílskúr og safnað saman motorcross fatnaði, hjálmum og fleiri munum í stóra íþróttatösku sem hann hugðist stela. Þá kom húsráðandi að honum svo Guðlaugur náði ekki að hafa með þér þýfið, hann náði þó sjálfur að flýja. Daginn eftir ákvað hann þó að brjótast aftur inn í bílskúrinn og safnaði þá aftur saman munum í íþróttatöskur. Í þetta skiptið kom húsráðandi þó líka að honum. Guðlaugur Helgi viðurkenndi brot sín en tveggja mánaða fangelsisvist þótti hæfileg refsing sökum sakaferils Guðlaugs.

Skallaði konu á níræðisaldri

Það vakti talsverða athygli árið 2014 þegar DV greindi frá árás Guðlaugs Helga á Önnu Guðjónsdóttur, níræðan nágranna hans. Árás Guðlaugs á Önnu vakti umtalsverða athygli enda gerist það sjaldan að ráðist er á svo aldraða konu. Anna greindi frá því að hún hafi verið að leika sér við hundinn sinn þegar Guðlaugur kom og skallaði hana. Hér fyrir neðan má heyra og sjá Önnu sjálfa lýsa árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“