fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Ögmundur: Samherjamenn komu í veg fyrir að Árni héldi ræðu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svo fór að forstjórar Útgerðarfélags Akureyrar og Samherja fengu því framgengt að Árna Steinari var meinað að stíga í ræðustól en í stað hans var fengin Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra. Hún sagði í ræðu sinni að nóg væri komið af gagnrýni í kvótakerfið.“

Þetta segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG til margra ára, í upprifjun á heimasíðu sinni. Árið 2002 stóð til að Árni Steinar Jóhannsson, fyrrverandi formaður Þjóðarflokksins og á sínum tíma einn af helstu forsvarsmönnum VG, héldi ræðu á Sjómannadeginum á Akureyri. Árni var á þessum tíma þingmaður VG og helsti talsmaður flokksins í sjávarútvegsmálum.

„Árni Steinar hafði verið umhverfisstjóri Akureyrar í um 20 ár og mótað bæinn. Sem slíkur naut hann mikillar virðingar. En jafnframt óvildar af hálfu þeirra sem féll ekki hve staðfastlega hann gagnrýndi fiskveiðistjórnunarkerfið.“

Í grein sem Ögmundur skrifaði um málið á sínum tíma benti hann á að Árni hafði nokkrum mánuðum áður kynnt stefnu VG þar sem lagt var til að núverandi kvótakerfi yrði fyrnt á næstu tuttugu árum. Ögmundur sagði að fyrirhuguð ræða Árna á sjómannadeginum hafi lagst illa í fulltrúa stórútgerðarinnar sem höfðu samband við Sjómannadagsráð á Akureyri og höfðu í hótunum.

„Yrði Árni Steinar Jóhannsson ræðumaður þá yrði eitthvað lítið um fjárhagslegan stuðning Samherja og Útgerðarfélags Akureyrar við hátíðahöldin. Í framhaldinu er Árna Steinari Jóhannssyni tilkynnt að nærveru hans verði ekki óskað við hljóðnemann á Sjómannadaginn. Ákveðið hafi verið að finna einhvern útgerðinni þóknanlegri. Síðar er tilkynnt að ræðumaður verði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. Í fjölmiðlum um kvöldið kom fram að hún hefði sagt að tímabært væri að hætta að gagnrýna kvótakerfið.“

Ögmundur sagði að þetta veitti innsýn í íslenskt samfélag, hvernig auður og vald fléttast saman og hvernig fulltrúar ríkisstjórnarinnar ganga erinda auðvaldsins. „Menn stýra því í krafti auðs og valda hvaða mál fást tekin á dagskrá og hverjir fá að tjá sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu