fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Hanna Margrét er látin: „Hanna var engill sem við fengum að hafa í 22 ár“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, er látin en hún lenti í alvarlegu bílslysi fyrir tæpum mánuði og lá þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois í Bandaríkjunum eftir slysið.

Það er útfararheimili Hönnu í Bandaríkjunum sem greindi frá andláti hennar. „Hanna elskaði fjölskyldu sína og vini,“ segir í dánartilkynningunni. „Hún hafði ástríðu fyrir úttivist, ferðalögum, börnum, eldra fólki og fólki með sérþarfir. Hanna var engill sem við fengum að hafa í 22 ár.“

Vísir greindi frá bílslysi Hönnu fyrr í mánuðinum en þar var fjallað um slysið hennar. Hanna var uppalin í Bandaríkunum en móðir hennar, Hulda Björk Stebbins, er íslensk, Hanna heimsótti því Ísland reglulega í gegnum árin. Hanna var nýútskrifuð úr háskóla og kenndi börnum með sérþarfir. Hún var á leiðinni í vinnuna þann 30. október síðastliðinn þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og áttti langt bataferli fyrir höndum.

Hrundu af stað netsöfnun eftir slysið

Stína Ólafsdóttir, æskuvinkona Huldu, talaði við Vísi í kjölfar slyssins. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ sagði Stína en hrundið var af stað netsöfnun til að létta undir kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu. „Þau eru svo þakklát,“ sagði Stína í samtalinu við Vísi en söfnunin fór vel af stað. „Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“

„Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu