fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

Jónas slátrar Samherja úr gröfinni: „Í alvöru þjóðfélagi sæti Þorsteinn á Litla-Hrauni“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 10:45

Jónas Kristjánsson, blaðamaður með meiru

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, hafi látist í fyrra þá lifa orð hans. Á samfélagsmiðlum deila nú margir pistli hans frá árinu 2012 sem fjallaði um Samherja. Einn þeirra er til að mynda Mikael Torfason, sem var náinn samstarfsmaður Jónasar.

Ljóst er að fólki finnst orð Jónasar eiga við jafnvel í dag og þá. „Þorsteinn Már Baldvinsson lætur Samherja stunda stjórnlausa ofveiði við Vestur-Sahara í skjóli hernámsríkisins Marokkó. Siðblindur eigandi Moggans og Sjálfstæðisflokksins brýtur með þessu alþjóðalög og rænir matnum frá fátækum fiskimönnum í Vestur-Sahara. Þarna stundar Þorsteinn skefjalausa rányrkju í þriðja heiminum,“ skrifaði Jónas.

Jónas, sem var ekki þekktur fyrir að tala undir rós, heldur svo áfram: „Á sama tíma tekur hann áhafnir fiskiskipa og heilu plássin á Íslandi í gíslingu til að tefja þjóðareign íslenzkra auðlinda. Í alvöru þjóðfélagi sæti Þorsteinn á Litla-Hrauni. Í staðinn rífur hann stólpakjaft og gerir út Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn til að vernda hagsmuni sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum