fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ók á gangandi vegfaranda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 07:37

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekið var á gangandi vegfaranda í hverfi 104 í gærkvöld. Um minniháttar meiðsli var að ræða en ökumaður ók á brott.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Talsverður erill var hjá lögregu í nótt og voru um 80 mál skráð og átta manns gistu fangageymslur.

Maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn á veitingastað í hverfi 101 þar sem hann var að áreita starfsfólk, var maðurinn vistaður í fangaklefa.

Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn á veitingastað í hverfi 101 þar sem hann var að áreita starfsfólk, maðurinn vistaður í fangaklefa.

Ofurölvi maður féll á höfuðið fyrir utan skemmtistað í hverfi 101, maðurinn fékk skurð á höfuðið við fallið og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Tveir menn voru handteknir í hverfi 105 þar sem þeir voru að brjótast inn í bifreiðar í hverfinu. Mennirnir vistaðir í fangaklefa.

Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem var til vandræða fyrir utan hótel í hverfi 220, í ljós kom að maðurinn var eftirlýstur og var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa.

 Maður féll á andlitið í hverfi 110 og var blóðugur eftir, hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Ungur ökumaður stöðvaður í hverfi 110 en drengurinn hafi ekki náð aldri til að öðlast ökuréttindi. Of margir farþegar voru í bílnum þar sem hann hafi tekið vini sína með á rúntinn. Einnig virtist hann ekki alveg kunna á bílinn þar sem hann var ekki með ökuljósin kveikt. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra drengjana ásamt því að tilkynning verður send til barnaverndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum