Laugardagur 14.desember 2019
Fréttir

„Mér blöskrar umræðan,“ segir Þorsteinn Már

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 16:39

Þorsteinn Már Baldvinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér blöskrar umræðan. Samherji er ekki sálarlaust fyrirtæki, þar eru 8oo starfsmenn á Íslandi og annað eins erlendis. Þessar árásir á starfsmenn og fjölskyldu þeirra þykja mér vera orðnar full langt gengið. Með því að stíga til hliðar vona ég að umræðan geti róast,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, við spurningu Vísis um hvers vegna hann hafi ákveðið að draga sig í hlé.

„Þegar fólk er farið að krefjast þess á þingi að kyrrsetja eignir félagsins þá þýðir það að það er verið að krefjast þess að fyrirtækið verið stoppað,“ sagði Þorsteinn enn fremur.

Þorsteinn sagði að starfsfólk Samherja hefði unnið af samviskusemi og staðið við það sem það hefur sagt.

Þorsteinn segist hafa ákveðið að stíga til hliðar og sjá hverju fram vindur á meðan rannsókn á starfsemi fyrirtækisins stendur yfir.

Þorsteinn sagði að ýmsar ásakanir sem á fyrirtækið hafa verið bornar undanfarið séu rangar, til dæmis að það hefði stundað peningaþvætti og það hefði flutt milljarða frá Afríku. Þorsteinn vill hvetja fólk til að gæta orða sinna vegna þess að „það sem við höfum gert hingað til hefur staðist alla skoðun.“

Segir hann að viðskiptavinir hafi meiri áhyggjur af því hvort Samherji muni afhenta vörur frekar en það séu áhyggjur af því hvað fyrirtækið á að hafa gert í Afríku.

Spurningu hvort Samherji hafi borið fé á valdamenn í Namibíu segir Þorsteinn að það muni einfaldlega koma fram eftir rannsókn.

Þorsteinn sagði að fiskaupendur erlendis hefðu áhyggjur af umræðunni um Samherja á Íslandi, sérstaklega kröfum um kyrrsetningu eigna fyrirtækisins. Vilji kaupendur fá vissu um að vörur verði afhentar.

Þorsteinn neitaði því að hafa sagt við namibíska ráðamenn að Kristjón Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra væri „okkar maður“ enda misnotaði maður ekki vini sína. Umræddur fundur hafi verið kaffispjall sem varð fyrir tilviljun á sama tíma og Namibíumennirnir voru staddir hér á landi.

Þorsteinn segist ekki óttast að lenda í fangelsi vegna málsins. Ekkert fyrirtæki á Íslandi hafi verið rannsakað jafngaumgæfilega og Samherji án þess að sakir hafi fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásbjarnar: „Tíminn sem við áttum með pabba var alltof stuttur en yndislegur“

Margir minnast Ásbjarnar: „Tíminn sem við áttum með pabba var alltof stuttur en yndislegur“
Fréttir
Í gær

Skipa átakshóp um úrbætur eftir fárviðrið

Skipa átakshóp um úrbætur eftir fárviðrið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur