fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Óskar eftir aðstoð vegna áreitni sem kærastan hans varð fyrir – „Hann tók fast í höndina á henni og færði hana að klofinu sínu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. nóvember 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti íslenskur maður færslu á Reddit þar sem hann sagði frá alvarlegri áreitni sem kærastan hans varð fyrir við skemmtistaðinn Hressó. Færslan er nafnlaus en vekur upp áleitnar spurningar um öryggi kvenna í miðbænum.

„Kærasta mín lenti í því þegar hún sat á bekk fyrir utan Hressó í nótt að ungur maður kom að henni og byrjaði að káfa á henni og kyssa hana gegn hennar vilja, stakk tungunni sinni upp í hana og þegar hún reyndi að komast frá honum, varð hann bara harðhentari. Hann tók fast í höndina á henni og færði hana að klofinu sínu og sagði „Finndu“. Karl og kona komu henni síðan til bjargar og hjálpuðu henni að komast heim. Eru einhverjar myndavélar á þessum hluta Austurstrætis þar sem hægt væri að bera kennsl á manninn? Hvert ættum við að leita?“

Fjöldi manns hefur svarað spurningu mannsins, margir segja að alltaf sé best að leita til lögreglunnar, á meðan að aðrir hafa litla trú á íslenska réttarkerfinu.

„Úff, þetta hljómar illa. Gott að hún kemst í burtu frá honum og fær hjálp! Ekkert eins scary eins og að vera ein með eitt stykki kríp hangandi á sér. Gangi ykkur vel að ná honum og vonandi mun réttarkerfið á Íslandi hætta að vernda svona menn með vanhæfni sinni.“

Einn notanda heldur því fram að öryggismyndavélarnar séu ekki skoðaðar nema í málum sem lögreglunni þykir sérstaklega alvarleg .

„Mér sýnist í alvöru að þessar öryggismyndavélar séu bara notaðar í allra verstu málunum þeirra. Lögreglan gat ekki eða var ekki viljug til að kíkja á upptökur þegar ég varð fyrir grófri líkamsárás í sumar og gat gefið upp nákvæma tímasetningu þegar viðkomandi hefði átt að labba fram hjá myndavél. Ef þú veist ekki nú þegar nafnið á manninum er mjög ólíklegt að þetta mál þitt sé að fara eitthvað lengra.“

Annar notanda segir þá að mikilvægara sé að hlúa að konunni en að hafa hendur í hári gerandans.

„Mikilvægara er samt að hlúa að líðan hennar og öryggistilfinningu, til lengri tíma, heldur en að ná þessum gæja. Það væri sterkur leikur hjá þér að hlífa henni við því að þurfa að ganga á eftir upptökum og sjá um það sjálfur, þótt hún þurfi vissulega að tilkynna þetta til lögreglu til þess að eitthvað sé gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“