fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Barnaníðingur á Hraunið eftir brot á reglum – Grunaður um minnst 50 brot gegn öðrum dreng

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, sem í vor var sakfelldur fyrir ítrekuð brot gegn dreng á unglingsaldri, hefur verið færður til afplánunnar á Litla-Hrauni. Frá þessu greinir Fréttablaðið.

 

Þorsteinn afplánaði áður á Sogni en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins braut Þorsteinn gegn reglum Sogns um notkun fjarskiptatækja.

 

Sogn er opið fangelsi og hafa foreldrar drengsins sem Þorsteinn braut gegn harðlega gagnrýnt að Þorsteinn hafi fengið að nýta sér opið úrræði þar sem hann hafi þegar verið sakfelldur fyrir brot gegn einum dreng og er einnig grunaður um brot gegn öðrum.

 

Litla-Hraun er öryggisfangelsi og verða réttindi Þorsteins töluvert minni við afplánun þar, heldur en þau voru á Sogni.

 

Þorsteinn var dæmdur í vor fyrir hrottalegt kynferðisofbeldi gegn unglingspilt. Hann bar fíkniefni í drenginn og hélt honum þannig nánast meðvitundalausum í viku. Foreldrar drengsins höfðu ítrekað reynt að koma drengnum sínum undan Þorsteini, meðal annars svarað í síma sonar síns og öskrað á Þorstein að láta drengin í friði og að fá nálgunarbann. Þorsteinn var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar í Héraði, en dómurinn var mildaður í fimm á hálft ár í Landsrétt.i.

 

Í september var annað mál gegn honum þingfest í Héraðsdómi Reykjaness og þar er honum gert að sök að hafa margítrekað eða minnst í 50 skipti nauðgað unglingsdreng á tveggja ára tímabili. Er honum gert að hafa nýtt sér yfirburði sína gegn drengnum, tælt hann með gjöfum, fíkniefnum og áfengi og beitt drenginn þrýstingi og yfirgangi í þeim tilgangi að hafa við hann kynferðismök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“