fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Þorgerður sár og svekkt – Þetta eru skilaboðin: „Farið til útlanda og reddið ykkur þar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 09:26

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðan er stórfurðuleg. Fyrir hverja eina liðskipta- eða mjaðmaaðgerð sem framkvæmd er á erlendri grundu er hægt að gera allt að þrjár á Íslandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar Þorgerður um biðlista hér á landi sem hafa verið talsvert í umræðunni og þá staðreynd að fjölmargir Íslendingar fara erlendis í aðgerðir.

Er þetta ásættanlegt?

„Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum virðist ásættanlegur biðtími vera margir mánuðir – jafnvel ár – eftir því að hljóta bót meina sinna. Svo lengi sem ríkisapparatið fær sitt. Valfrelsi er fyrir vikið ýtt út af borðinu þótt það geti hjálpað til við að leysa vandann og stytta biðlista. Og fólkinu ýtt úr landi til að fá lækningu. Þetta eru lítil klókindi og auðvitað ekki ásættanlegt.“

Þorgerður Katrín segir kaldhæðnislegt að það séu einkaaðilar sem framkvæma þessar aðgerðir í útlöndum. Á sama tíma standi stofur auðar hér á landi og sérfræðiþekking sniðgengin.

„Sjúkratryggingar Íslands telja sér ekki heimilt að greiða kostnað fyrir sömu aðgerð hér á landi utan ríkisspítalanna enda pólitísku skilaboðin skýr. Stefnubreyting ráðherra á þessu sviði myndi spara ríkissjóði háar fjárhæðir, minnka þjáningu og óhagræði fólks og stytta biðlistana. Eðlilega sættir fólk sig ekki við að vera sett á biðlista til að komast á biðlista til þess eins að vera þar í mánuði eða jafnvel ár. Með von um lausn fer fólk utan í mikilvægar aðgerðir á borð við liðskipta- og mjaðmaaðgerðir, með tilheyrandi óþægindum fyrir sjúklinga og aukakostnaði fyrir ríkissjóð.“

Lina þjáningar og spara kostnað

Þorgerður segir að enginn sé að tala um að opna fyrir „krana“ í einkarekna sérfræðiþjónustu heldur fyrst og fremst að lina þjáningar fólks og spara um leið beinan og óbeinan kostnað fyrir ríki og samfélag.

„Þetta er spurning um að leita eftir læknisþekkingu og kröftum óháð rekstrarformi. Rekstrarformið er ekki alfa og omega heilbrigðisþjónustunnar heldur sjúklingarnir sjálfir og þjónustan sem er veitt. Þetta eigum við að geta gert líkt og vinir okkar annars staðar á Norðurlöndum. Fordómalaust. Ef stjórnmálafólk treystir sér ekki í þetta skilgreinda verkefni á það einfaldlega að snúa sér að einhverju öðru.“

„Ljót pólitík“

Þorgerður segir að ríkisstjórnin verði að setja sjúklingana í fyrsta sæti og setja pólitískar kreddur sína til hliðar.

„Eyðimerkurganga hefur hún verið kölluð, upplifun sjúklinga, vina þeirra og fjölskyldumeðlima, sem reyna að komast að hjá sérfræðilæknum vegna mikilvægra aðgerða. „Farið til útlanda og reddið ykkur þar í boði ríkisins eða pungið sjálf út fyrir aðgerðunum hér heima“ eru hins vegar skilaboð ríkisstjórnarflokkanna til biðlistafólksins. Var ekki einhver að vara við tvöföldu heilbrigðiskerfi?“

Þorgerður bendir svo á að þingmenn Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum hafi lagt fram tillögur á sem taka á vandanum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðurkenni að um stórt heilsufarslegt vandamál sé að ræða en láti sem eins og hendur hans séu bundnar.

„Hér er um ljóta pólitík að ræða sem kemur verst niður á þeim sem minnst mega sín. Það er brýnt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra haldi ekki áfram að senda þau skilaboð til fólksins á biðlistunum að verið sé að skoða og meta stöðuna, endalaust. Allt til að halda friðinn innan ríkisstjórnar. Það er búið að fara yfir þetta, við vitum hver vandinn er og getum lagað þetta núna. Styttum biðlistana og fáum allar hendur á dekk, ríki sem sjálfstætt starfandi aðila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið