fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Fimmtán ára ökumaður gómaður í Kópavogi – Einn stalst í miðnætursund í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2019 08:21

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fimmtán ára ökumann í Kópavogi skömmu eftir miðnætti. Að sögn lögreglu var pilturinn kærður fyrir akstur án ökuréttinda og þá var eldri farþegi í bílnum kærður fyrir að fela piltinum stjórn bílsins. Haft var samband við forráðamann piltsins og málið tilkynnt til barnaverndar venju samkvæmt.

Um svipað leyti, eða klukkan 00:18, kom öryggisvörður að manni sem hafði farið yfir girðingu í Suðurbæjarlaug. Þegar öryggisvörðurinn kom á vettvang var maðurinn í setlauginni. Hann var rekinn upp úr lauginni og látinn laus eftir upplýsingatöku lögreglu.

Loks óskaði starfsfólk verslunar í Hlíðunum eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar á matvörum. Sakborningur var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Þessu til viðbótar var nokkur fjöldi ökumanna tekinn úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið