fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Ungmenni í Hagkaup störðu á bróður Sólveigar og skellihlógu: „Það eru 20 ár síðan ég lenti í þessu síðast, ég hélt að þetta væri bara búið“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 2. nóvember 2019 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Eyfeld gerði sér ferð í Hagkaup í Spönginni í gær með 9 ára dóttur sinni og bróður sínum, honum Helga. Það sem gerðist í þessari verslunarferð kom Sólveigu í opna skjöldu.

Þegar Sólveig var að ganga um á bílaplaninu með dóttur sinni og Helga tók hún eftir því að það voru einhverjir ungir drengir að stara á bróður hennar en hann er með Downs heilkenni.

„Áður en við löbbum inn þá eru tveir drengir að keyra í bíl á planinu og bróðir minn labbar svolítið hægt þannig hann var aðeins á eftir okkur. Þá var það alveg greinilegt að þeir voru að horfa á hann og síðan fóru þeir bara að skellihlægja í bílnum.“

Í samtali við DV sagði Sólveig að henni hafi verið brugðið við þetta og ekki alveg skilið hvað var í gangi. „Síðan tók ekkert betra við inni í Hagkaup,“ segir Sólveig.

„Ég tók eftir því að það var rosa mikið verið að horfa á okkur. Sama fólkið var að labba í hringi til að horfa á okkur, það kom bara til að stara. Þetta er eitthvað sem ég hafði ekki fundið fyrir í langan tíma.“

„Maður verður ekki mikið var við svona þess vegna var ég í svona miklu sjokki í gærkvöldi,“ segir Sólveig en dóttir hennar tók líka eftir þessu.

„Dóttir mín sem er 9 ára var með okkur og hún var bara stórhneyksluð. Hún tók líka eftir þessu og varð bara mjög reið.“

Hún segir foreldra sína hafa barist lengi fyrir því að þetta myndi breytast á sínum tíma og gekk það vel, Sólveig hafði ekki orðið vör við þetta í langan tíma. Nú virðist hins vegar eins og það hafi eitthvað gleymst að fræða börn um þetta í kynslóðakiptunum því fordómarnir og glápið er komið aftur upp á yfirborðið. Sólveig segir það mikilvægt að fólk fræði börnin sín um svona hluti svo bróðir hennar og aðrir í hans stöðu lendi ekki í þessu.

„Það eru 20 ár síðan ég lenti í þessu síðast, ég hélt að þetta væri bara búið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm