Hafdís nokkur varð vör við undarlegar mannaferðir seint í gærkvöldi í Vesturbænum. Hafdís segir frá þessu í Facebook hópnum Vesturbærinn en hópurinn inniheldur marga af íbúum hverfisins. Hafdís spyr meðlmi hópsins hvort einhver þeirra hafi orðið var við mann sem er að elta unglinga heim til þeirra og spyrja þó undarlega spurninga.
„Hafið þið orðið vör við mann á ferli í kvöld í kring um KR/Meistaravelli/Nesveg, í ljósri peysu, með skegg og hár sem er farið að þynnast, sem er að elta unglinga heim til þeirra og spyrja þá undarlegra spurninga? Ef þið hafið orðið vör við eitthvað svona, þá væri áhugavert að fá að heyra af því í kommentum. Það væri mjög áhugavert að frétta af því ef þið sjáið mann sem lítur svona út á ferli í hverfinu, hann er ekki í neinni yfirhöfn, bara á peysunni. Þetta tilfelli sem ég er að tala um var í kring um kl. 21:40.“
„Það er EKKERT eðlilegt við það að elta unglinga að heimilum þeirra. Kæru foreldrar, talið við börnin ykkar,“ segir Dagný nokkur í athugasemdum og ljóst er að íbúum Vesturbæjarins er brugðið.