fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Þunnhærður maður elti unglinga í Vesturbænum og spurði undarlegra spurninga – „Hann er ekki í neinni yfirhöfn“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. nóvember 2019 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafdís nokkur varð vör við undarlegar mannaferðir seint í gærkvöldi í Vesturbænum. Hafdís segir frá þessu í Facebook hópnum Vesturbærinn en hópurinn inniheldur marga af íbúum hverfisins. Hafdís spyr meðlmi hópsins hvort einhver þeirra hafi orðið var við mann sem er að elta unglinga heim til þeirra og spyrja þó undarlega spurninga.

„Hafið þið orðið vör við mann á ferli í kvöld í kring um KR/Meistaravelli/Nesveg, í ljósri peysu, með skegg og hár sem er farið að þynnast, sem er að elta unglinga heim til þeirra og spyrja þá undarlegra spurninga? Ef þið hafið orðið vör við eitthvað svona, þá væri áhugavert að fá að heyra af því í kommentum. Það væri mjög áhugavert að frétta af því ef þið sjáið mann sem lítur svona út á ferli í hverfinu, hann er ekki í neinni yfirhöfn, bara á peysunni. Þetta tilfelli sem ég er að tala um var í kring um kl. 21:40.“

„Það er EKKERT eðlilegt við það að elta unglinga að heimilum þeirra. Kæru foreldrar, talið við börnin ykkar,“ segir Dagný nokkur í athugasemdum og ljóst er að íbúum Vesturbæjarins er brugðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm