fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Kristín segir Ísland sér á báti: „Leyfi til að slasa, skemma og eyðileggja“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef fjáreigandi væri gripinn við að klippa niður ung tré í heimalöndum nágranna sinna væri hann snarlega handtekinn, yfirheyrður, kærður og svo dæmdur til sektar og greiðslu bóta,“ segir Kristín Magnúsdóttir, landeigandi í Snæfellsbæ, í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar Kristín meðal annars um lausagöngu búfjár og hvetur Alþingi til að girða sig í brók og færa sauðahald yfir á 21. öldina.

„Í vondum árum verða banaslys“

„Hér á landi hafa eigendur kinda þau fráleitu réttindi að mega nýta annarra manna lönd í óleyfi. Árið 1929 og aftur árið 1930 var gerð tilraun á Alþingi til að banna svokallaða lausagöngu búfjár, en mistókst í bæði skiptin. Sérhagsmunagæslan náði þá, og ætíð síðan, að koma í veg fyrir þá sjálfsögðu skyldu bænda að bera ábyrgð á skepnum sínum,“ segir Kristín.

Hún segir Ísland í raun sér á báti í þessum efnum og lausaganga búfjár sé bönnuð alls staðar í Evrópu. Í Ástralíu, þar sem eru 66 milljón kindur og Nýja-Sjálandi, með 27 milljón kindur, sé lausaganga búfjár einnig stranglega bönnuð.

„Frændur okkar, Norðmenn og Danir, bönnuðu lausagöngu búfjár árin 1860 og 1872! Hér á landi veldur lausaganga búfjár hundruðum slysa á vegum landsins. Í vondum árum verða banaslys. Þjóðin hefur vanist þessum vegafórnum en óheppnir erlendir ferðamenn ljúka ferðum sínum um landið sem forviða fórnarlömb út í skurði, enda þekkist hvergi að hraðbrautir og þjóðvegir séu beitarlönd búfjár.“

Yrði handtekinn og sektaður

Kristín segir einnig að gestirnir, eins og heimafólkið, sé iðulega í órétti því á þjóðvegum landsins eigi kindur réttinn. „Þá gengur sauðfé í öll lönd er því sýnist og étur þar og eyðileggur allt sem að kjafti þess kemur. Ef fjáreigandi væri gripinn við að klippa niður ung tré í heimalöndum nágranna sinna væri hann snarlega handtekinn, yfirheyrður, kærður og svo dæmdur til sektar og greiðslu bóta, enda eignarréttur Íslendinga friðhelgur skv. 72. gr. stjórnarskrár landsins. Að fjáreigandinn sé ábyrgðarlaus af sömu skemmdarverkum skepnanna sinna er óforsvaranleg upptaka ríkisins á helgum eignarrétti landsmanna. Í raun er það einstakt leyfi löggjafans til fjáreigenda að mega beita aðra ofbeldi.“

„Alþingi þarf að girða sig í brók“

Kristín bendir einnig á að sauðfé hér á landi hafi fækkað um nær helming á 40 árum. Framleiðsla sé umfram innlenda eftirspurn enda hluti seldur til útlanda. Þá sé sauðfjárræktin komin niður í brotabrot af þjóðarframleiðslunni og hún þurfi bæði tollvernd og styrki frá skattgreiðendum til að geta þrifist.

„Það kastar þó tólfunum að hinar 475 þúsund íslensku kindur verði að hafa allt Ísland undir sig og lömbin sín. Á Íslandi eru kindur ekki girtar inni – heldur úti. Það er gert með því að girða vegi inni, girða skógrækt inni, girða ferðastaði inni, girða garðyrkju inni, girða þjóðgarða inni, girða nytjatún inni, girða tómstundarlönd inni, girða þéttbýli inni – þ.e. girða þarf allt og alla inni, af því rollur valsa um úti. Að réttara sé að fjárbændur noti girðingar til þeirra verka sem þeim er ætlað, þ.e. að girða skepnur inni, er svo augljóst að þarf talsmenn kindaeigenda til að sjá það ekki. Leyfi löggjafans til eigenda kinda, að mega beita aðra ofbeldi með kindunum sínum, er birtingarmynd þess hvað öflug sérhagsmunagæsla, sem nær að hnýta sig saman sem pólitískt afl, getur náð ótrúlegum og allt að því óskiljanlegum árangri.“

Kristín endar svo pistilinn á þessum orðum:

„Það er löngu fengin niðurstaða annarra þjóða að það séu sjálfsögð mannréttindi að vera laus við ofbeldi af hálfu búfjáreigenda. Þess vegna hafa þær gert eigendur ábyrga fyrir skepnum sínum. Alþingi allra Íslendinga þarf að girða sig í brók og færa hið íslenska sauðahald út úr öld Napóleons yfir til ársins 2019. Það þarf að láta umhverfið, náttúruna, eignarréttinn, sanngirnina og skynsemina ráða og gera fjáreigendur ábyrga fyrir rollunum sínum. Það er afskaplega einfalt, svo miklu meira en sjálfsagt og fyrir lifandi löngu tímabært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“