fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
Fréttir

Innsýn í hugarheim íslenskra vændiskaupenda: „Bara áhugamál eins og hvað annað og kostar svipað og fara semi fínt út að borða“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2019 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vændi á Íslandi hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið eftir umdeilt viðtal Íslands í dag við vændiskonu sem kvartaði lítið undan starfi sínu. Hún sagði íslenska karlmenn vera stærsta kúnnahóp hennar. Svo virðist sem vændi blómstri hér á landi þrátt fyrir að ólöglegt sé að kaupa það. En hvað veldur því að íslenskir karlmenn kaupi sér vændi?

Á hinni viðurstyggilegu vefsíðu Chansluts er þessari spurningu varpað fram í þræði þar sem karlar gagnrýna og gefa vændiskonum hér landi umsögn. Allir eru nafnlausir en svör þeirra gefa ákveðna innsýn inn í hugarheim vændiskaupandans.  Eitt dæmi um slíka umsögn hljóðar svo: „Mæli alls ekki með. Myndirnar eru ekki hún, hún skilur ekki stakt orð í ensku, þegar ég mæti ætlar hún að troða dildo uppí rassgatið á mér, af því að hún hélt að ég bað um það, þegar ég bað bara um tott. 0/10 fékk peninginn minn til baka og fór.“

Á dögunum spurði einn í þræðinum hvers vegna þeir keyptu vændi. „Smá svona real spurning, hafi þið ekkert meira að gera við peningana ykkar en að eyða þeim í mellur? Hef oft pælt í að kaupa sjálfur en ég tími því aldrei, maður er ekkert illa staddur fjárhagslega en ég myndi frekar eyða þessu í utanlandsferðir og hluti sem mig langar í,“ skrifaði sá.

Nú nokkrum dögum síðara hafa nokkrir menn svarað þessu og má skilja af þeim svörum að viðkomandi menn líti ekki á brotið með alvarlegum augum. Einn svarar til að mynda: „Af hverju? Spennufíkn, nýju vændislögin sem banna gera þetta meira spennandi. Og svo kann ég vel við stelpurnar í bransanum vil gjarnan að þær geti gert gott útur þessu. Og síðast en ekki síst feministar, skilaboðin til þeirra: Fokkið ykkur tussurnar ykkar!!!“

Annar lítur á vændi sem áhugamál. „Þetta er bara áhugamál eins og hvað annað og kostar svipað og fara semi fínt út að borða eða eitt djamm,“ skrifar sá. Þriðji maðurinn sem svarar þessu slær svo á létta strengi og skrifar: „Thad er leikur ad rida leikur sa er mer kaer ad rida meira og meira meira i dag en i gaer:)“

Rétt er að taka fram að samtökin Stígamót skilagrein vændi sem birtingamynd kynferðisofbeldis. Á vefsíðu samtakanna segir: „Lítið er vitað um stöðu vændismála á Íslandi en sá raunveruleiki sem blasir við okkur hjá Stígamótum sýnir að það er stórt vandamál sem nauðsynlegt er að horfast í augu við. Þörf er á viðhorfsbreytingu og aukinni umræðu um afleiðingar af vændi. Nauðsynlegt er að upplýsa bæði fagfólk og almenning um þann skaða sem fólk verður fyrir í vændi. Bæði karlar og konur hafa leitað til Stígamóta í gegnum tíðina vegna vændis. Það sem er sameiginlegt með konum og körlum sem eru í vændi eru afleiðingarnar. En fyrst og fremst er þó um konur að ræða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pylsusalinn á Akureyri er allt annað en sáttur – „Ég er eiginlega bara mjög reiður“

Pylsusalinn á Akureyri er allt annað en sáttur – „Ég er eiginlega bara mjög reiður“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður grunnskóla í Hafnarfirði grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Starfsmaður grunnskóla í Hafnarfirði grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Í gær

Guðmundur Felix vaknaður eftir aðgerðina – „Hann hefði ekki getað gert þetta án ykkar“

Guðmundur Felix vaknaður eftir aðgerðina – „Hann hefði ekki getað gert þetta án ykkar“
Fréttir
Í gær

Tekist á um öryggi í framhaldsskólum eftir árás í Borgó

Tekist á um öryggi í framhaldsskólum eftir árás í Borgó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrea vill að lögregla rannsaki ofsóknir gegn móður hennar – Dularfull símtöl, rúður brotnar og kveikt í bílnum

Andrea vill að lögregla rannsaki ofsóknir gegn móður hennar – Dularfull símtöl, rúður brotnar og kveikt í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handleggir hafa verið græddir á Guðmund Felix – Einstök aðgerð í sögu læknavísindanna

Handleggir hafa verið græddir á Guðmund Felix – Einstök aðgerð í sögu læknavísindanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sæmundur í sparifötunum allur – Ekkert fékkst upp í 47 milljóna kröfur

Sæmundur í sparifötunum allur – Ekkert fékkst upp í 47 milljóna kröfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósmekklegt grín gert að árásinni í Borgarholtsskóla – „Slakaðu á það dó enginn“

Ósmekklegt grín gert að árásinni í Borgarholtsskóla – „Slakaðu á það dó enginn“