fbpx
Sunnudagur 13.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Lögregla stöðvaði ökumann sem hristi próteindrykk undir stýri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2019 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn á Suðurnesjum veittu bifreið athygli á dögunum þar sem henni var vægast sagt ekið undarlega. Í skeyti frá lögreglunni kemur fram að ökumaðurinn hafi verið stöðvaður til að kanna með ástand hans.

„Hann reyndist í góðu lagi en kvaðst hafa verið að hrista próteindrykk sinn hressilega. Var viðkomandi vinsamlegast beðinn um að aka varlega framvegis og hrista ekki drykki sína á ferð,“ segir lögregla í tilkynningu.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum þremur dögum kært á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Þar af var einn ökumaðurinn aðeins sautján ára og var brotið tilkynnt forráðamönnum og barnaverndarnefnd.  Þá stöðvaði lögregla bifreið á Reykjanesbraut þar sem í henni voru of margir farþegar og sat einn þeirra undir öðrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Karen er systir kynferðisbrotamanns – „Af hverju gerði hann þetta, hvernig gat hann gert börnunum sínum þetta?“

Karen er systir kynferðisbrotamanns – „Af hverju gerði hann þetta, hvernig gat hann gert börnunum sínum þetta?“
Fréttir
Í gær

Háskólamenntuð á Íslandi en fær enga vinnu: „Ekki taka þetta tækifæri frá öðrum, bara vegna þess að viðkomandi er með erlent nafn”

Háskólamenntuð á Íslandi en fær enga vinnu: „Ekki taka þetta tækifæri frá öðrum, bara vegna þess að viðkomandi er með erlent nafn”