fbpx
Sunnudagur 13.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Kýldu mann með hnúajárni fyrir utan Björnsbakarí á Seltjarnarnesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. október 2019 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kveðinn var upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir manni sem var sakaður um að hafa í félagi við annan mann ráðist á mann fyrir utan Björnsbakarí við Austurströnd á Seltjarnarnesi, fyrir rúmum tveimur árum, eða 5. ágúst 2017. Maðurinn var sleginn með einu höggi með krepptum hnefa í andlitið, þeir héldu honum föstum og slógu hann í andlitið með hnúajárni, einu  höggi, í hægra gagnaugað, með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut bólgu og mar yfir neðra hægra augnloki, blæðingu undir slímhúð hvítunnar á hægra auga, mar út á hægra gagnauga og sár við vinstri augnkrók.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir nokkur þjófnaðarbrot, meðal annars að hafa tekið bíl ófrjálsri hendi. Einnig fyrir umferðarlagabrot.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust eins og þau eru framsett í ákærum.

Hlaut hann sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og skal greiða málsvarnarlaun og annan sakarlkostnað upp á rúmlega 160 þúsund krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Karen er systir kynferðisbrotamanns – „Af hverju gerði hann þetta, hvernig gat hann gert börnunum sínum þetta?“

Karen er systir kynferðisbrotamanns – „Af hverju gerði hann þetta, hvernig gat hann gert börnunum sínum þetta?“
Fréttir
Í gær

Háskólamenntuð á Íslandi en fær enga vinnu: „Ekki taka þetta tækifæri frá öðrum, bara vegna þess að viðkomandi er með erlent nafn”

Háskólamenntuð á Íslandi en fær enga vinnu: „Ekki taka þetta tækifæri frá öðrum, bara vegna þess að viðkomandi er með erlent nafn”