fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Úlfúð meðal hinsegin Íslendinga: Tinna segir þætti um samkynhneigða á RÚV hættulega

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. október 2019 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Haraldsdóttir, meistaranemi í kynjafræði, sakar þættina Svona fólk, sem fjalla um réttindabaráttu samkynhneigðra, um að þagga niður tilvist tví- og pankynhneigðra. Þetta segir hún á Twitter en sumir kannast kannski við Tinnu frá frétt um það að hún væri á leið í ófrjósemisaðgerð, þrátt fyrir að vera barnlaus og 27 ára.

Tinna vitnar í umræðu innan hóps tví- og pankynhneigðra á Facebook, en svo virðist sem þar séu ekki allir par sáttir. „Nú hef ég ekki séð síðasta þátt Svona fólk og byggi þessar pælingar á umræðu inni á Facebook hópi tví- og pankynhneigðra en þar var bent á að lítið sem ekkert var fjallað um tví- og pan í þáttunum. Nú eru þetta sögulegir þættir og í rauninni ekki skrítið að málefnið hafi ekki komið upp í fyrstu þáttunum en mér skilst að í síðasta þætti hafi m.a. verið fjallað um þegar BDSM hópurinn gekk í S78 2016 og átökin þar í kring. Á sama tíma hafi ekki verið fjallað um átökin sem tví- og pan, og svo trans fólk, gekk í gegnum bæði við að komast í S78 og almennt í umræðunni og í hinsegin samfélaginu,“ skrifar Tinna.

Hún segir marga upplifa þetta sem enn eitt dæmi um það að tvíkynhneigðir séu faldir. „Mörg í umræðunni upplifðu þetta sem einn enn hluta þar sem tví- og pankynhneigðu fólki er eytt úr umræðunni (bi-erasure). Þessi þöggun um tví- og pankynhneigð er hættuleg, hún ýtir fólki lengra inn í skápinn. Við búum að SUMU leyti við þau forréttindi að geta virst gagnkynhneigð af því að það er jú hluti af þessum kynhneigðum – að laðast að gagnkynja fólki,“ skrifar Tinna.

Hún segir að samband karls og konu geti verið hinsegin. „En að gera ráð fyrir að gagnkynja pör séu straight er til dæmis hluti af þessari þöggun. Að gera ráð fyrir að viðkomandi sé búin að „velja“ gagn- eða samkynhneigð eftir því hvers kyns maki þeirra er, er þöggun. Að telja manneskju sem segist vera bi/pan ekki vera það af því viðkomandi hafi bara verið með aðilum af einu kyni, er þöggun,“ segir Tinna.

Hún leggur áherslu á að fólk sem flokkar sig svo sé þrátt fyrir þetta hinsegin. „Gagnkynja samband þar sem annar aðilinn er bi/pan er hinsegin samband af því að annar aðilinn er hinsegin (á líka við samkynja sambönd). Tví/pan er ekki endilega jöfn skipting á hrifningu á kynjum, það eru allskonar form á því og þau eru ÖLL VALID. Við erum nógu hinsegin. Við erum líka til og upplifanir okkar af okkar kynhneigðum eru valid,“ skrifar Tinna.

Hún segir að lokum að þættirnir séu, þrátt fyrir þessa gagnrýni, vel gerðir. „ATH samt að þessir þættir eru almennt vel unnir og sýna söguna mjög vel. Upplifun höfundar þáttanna og þeirra sem koma fram í honum er líka valid, þetta er mikilvæg söguleg heimild. En munum bara að öll sagan er ekki sögð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm