fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Þórdís Elva ósátt með dóminn í máli Atla Rafns – „Burtséð frá sekt eða sakleysi“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 30. október 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fram kom í dag hefur Borgarleikhúsið verið dæmt til að greiða Atla Rafni Sigurðssyni leikara samtals 6,5 milljónir króna, þar af 5,5 milljónir í bætur og eina milljón í málskostnað.

Atli var í desember 2017 rekin frá Borgarleikhúsinu vegna fjölda ásakana um kynferðislega áreitni. Atli vísaði þessum ásökunum á bug.

Sjá einnig: Atli Rafn lagði Borgarleikhúsið – Fær milljónir í bætur

Femínistinn Þórdís Elva birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún gagnrýnir þessar bætur Atla Rafns harðlega.

Í færslunni talar hún um leikkonur sem hún þekki sem hafa þurft að ganga í gegnum ansi erfiða tíma, en virðast ekki hafa haft rétt á neinu.

„Ég þekki leikkonur sem voru neyddar til að leika í gamansýningum með dáið barn í maganum og brostið hjarta, og hættunni á að það færi að sturtublæða í miðri sýningu, en þær fengu ekki frí til að syrgja og láta skafa út fóstrið. Ég þekki leikkonur sem hafa verið reknar úr hlutverkum sínum því þær fitnuðu, því röddin á þeim fór í taugarnar á einhverjum, eða ‘af því bara’. Ég þekki leikkonur sem voru látnar leika á sviði við hlið manna sem káfuðu á kynfærum þeirra, jafnvel eftir að þær sögðu frá því. Ég þekki leikkonur sem voru reknar rétt fyrir frumsýningu því þær voru ‘of vel undirbúnar’ og það ógnaði egói leikstjórans. Réttur þeirra var, að því er virtist, enginn. Svo kemst stjórnandi að því að fjórar starfskonur eru hræddar við einn og sama leikarann, því í sjö mismunandi tilvikum hafi konum fundist mörkum sínum vera misboðið af hans hálfu, að þeirra sögn.“

Þórdís leggur þó sérstaka áherslu á það að Atli Rafn fái bætur hærri en nokkurt nauðgunarbrotaþoli í Íslandssögunni. Hvort sem Atli hafi brotið af sér eður ei þá þykir Þórdísi sorglegt að fórnarlömb nauðgana fái samt minni bætur.

„Maðurinn er látinn fara. Nú eru honum dæmdar hærri bætur en nokkur nauðgunarbrotaþoli í sögu landsins hefur fengið. Hærri en 17 ára stúlkan sem var haldið fanginni og nauðgað heila helgi. Hærri en allir hópnauðgunarþolendur Íslands, líka þær sem smituðust af ólæknandi sjúkdómi við ofbeldið. Hærri en allir sem hafa verið misnotaðir og sviptir æsku sinni. Burtséð frá sekt eða sakleysi einstakra manna er þessi heildarmynd rammskökk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“