fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Atli Rafn lagði Borgarleikhúsið – Fær milljónir í bætur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. október 2019 13:52

Atli Rafn. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarleikhúsið hefur dæmt til að greiða Atla Rafni Sigurðssyni leikara samtals 6,5 milljónir króna. Hann fær 5,5 milljónir í bætur og eina milljón í málskostnað. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Sjá einnig: MeToo-saga Atla Rafns loksins afhjúpuð – Segir hana lygasögu dóttur áhrifamanns – „Leikstjórinn vildi helst stefna stúlkunni“

Atli fór fram á 10 milljónir í skaðabætur fyrir brottvikningu úr starfi hjá Leikfélagi Reykjavíkur í desember 2017 í kjölfar fjölda ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Dómurinn er ekki kominn á netið og því óljóst á hvaða forsendum Atli fær bætur. Lögmaður Atla Rafns færði rök fyrir því að  hann hafi ómögulega getað varist kvörtununum þar sem hann vissi hvorki hvers eðlis þær voru né hvaðan þær stöfuðu.

Þegar málið var í aðalmeðferð sagði Atli Rafn að fyrir brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu í desember 2017 hafi hann aldrei átt í vandræðum með að fá verkefni. Hann hefði verið eftirsóttur og haft svigrúm til að velja sér verkefni. „Það má segja að minn ferill hafi staðið í miklum blóma þar til ég var rekinn frá Leikfélagi Reykjavíkur 2017,“ sagði Atli Rafn.

Sjá einnig: Ari segir Atla Rafn segja satt – Atli rassskelltur með blómvendi – „Hún sem lét Atla líða óþægilega, ekki öfugt“

Líkt og DV greindi frá á dögunum þá fullyrti Atli að eina MeToo-sagan um hann sem kannaðist við hafi verið „lygasaga dóttur áhrifamanns.“ Atli Rafn segir að sagan hafi varðað atvik sem átti sér stað þegar hann lék í senu í kvikmynd með tveimur ungum leikkonum. „Senan lýsir einhvers konar kynferðislegum athöfnum, við erum á nærfötum og erum að drekka.“ Leikstjórinn vildi hafa alvöru áfengi við hönd, en þá kom á daginn að önnur stúlkan átti við áfengisvandamál að stríða. „Allir sýndu því fullt tillit og það var hellt upp á sódavatn fyrir hana,“ sagði Atli. Leikstjórinn, Ari Alexander Ergis Magnússon, sagði þessa lýsingu sanna.

Borgarleikhúsið gaf frá sér tilkynningu rétt í þessu. Hún hljóðar svo:

„Fyrir skömmu var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, borgarleikhússtjóra. Í málinu gerði Atli Rafn kröfu um greiðslu kr. 10.000.000 í skaðabætur og kr. 3.000.000 í miskabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur sameiginlega til að greiða kr. 1.500.000 í miskabætur og kr. 4.000.000 í skaðabætur.

Hér að neðan má finna samþykkt stjórnar vegna niðurstöðunnar:

„Stjórn Leikfélags Reykjavíkur lítur svo á eftir niðurstöðu héraðsdóms að óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks og því er til skoðunar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Stjórnendur hjá LR leggja mikla áherslu á góðan og faglegan starfsanda í Borgarleikhúsinu og telja mikilvægt að lög og reglur um viðkvæm og vandmeðfarin starfsmannamál séu skýr.“

Að öðru leyti munu umbjóðendur mínir ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt