fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fréttir

Ný vending í máli Gísla Pálma – Þórdísi nóg boðið: „Stelpan mín á erfitt með að sofna og vera ein“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2019 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Árnadóttir, sem sakaði rapparann Gísla Pálma og vinkonu hans Ásrós Ósk Skaftadóttur um þjófnað í seinustu viku skorar á þau að skila þýfinu. Þetta gerir hún í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Nú er liðin vika frá því að brotist var inn í íbúð þar sem dætur mínar voru gestkomandi.“

„Þar var stolið lyfjum, hátalara, airpods, tölvu, snyrtidóti, skólatösku með fullt af skóladóti og ýmsum gögnum og fleiru. Við höfum boðið þeim sem finnur dótið vegleg fundarlaun og við höfum líka boðið þeim sem brutust inn og rændu þessu öllu að láta málið niður falla og ræða þetta ekki meira ef þau skila öllu dótinu. Hverjum einasta hlut.“

Sjá einnig:

Nærmynd af Gísla Pálma – Byrjaði í neyslu 11 ára

Gísli Marteinn gagnrýndur fyrir brandara um meint afbrot Gísla Pálma

„Ekkert heyrist frá þessu liði og ekkert frá lögreglunni heldur. Blásaklaus dóttir mín sem tók með sér verkefnin í skólanum og ætlaði að læra í vetrarfríinu tapaði öllu. Hún er að útskrifast stúdent í vor og mikil vinna liggur þar að baki.“

Gísli Pálmi, sem svaraði ásökununum á  hendur sér í stuttri Facebook-færslu í seinustu viku

„BÍDDU VÁÁ! má maður bara ekkert lengur.. hahaha hva er að frétta“

Þórdís virðist afar ósátt með meinta hegðun hans, en hún segir að með þjófnaðinum hafi pari gert stærri skaða en þau hefðu áttað sig á.

„Þetta helvítis pakk rændi ekki bara hlutum þeirra heldur líka frelsi og trausti! Stelpan mín á erfitt með að sofna og vera ein því hún er ofsahrædd og kvíðin. Hvernig getið þið gert saklausu fólki þetta!?“

„Ef þið þurfið að ræna til að selja fyrir dópskammtinum ykkar þá andskotist bara til að selja ykkur sjálf! Ekki svipta saklaust fólk traustinu, frelsinu og hlutum sem ÞAÐ á… ekki þið!“

Þórdís segir að ef að dótinu verði skilað þá verði málið láti niður falla.

„Ef þið þurfið að ræna bara til að eyðileggja þá eru þið aumingjar og það mun vera álit allra á ykkur um alla eilífð!“

„Enn segjum við við ykkur: SKILIÐ DÓTINU ÖLLU SAMAN OG MÁLIÐ VERÐUR LÁTIÐ NIÐUR FALLA!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Fréttir
Í gær

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“