fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Anna vill gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir: Sumir kaupa ekki þá þjónustu sem talin er nauðsynleg

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. október 2019 11:30

Anna Kolbrún Árnadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samanlagður kostnaður getur því orðið ansi mikill, svo mikill að þess eru dæmi að vegna fjárhags síns taki fólk þá ákvörðun að kaupa ekki þá þjónustu sem talin er nauðsynleg. Ofan á útlagðan kostnað bætist síðan tekjutap sjúklingsins og oft og tíðum fjölskyldu.“

Þetta sagði Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu sem felur í sér að krabbameinsmeðferðir verði gerðar gjaldfrjálsar. Anna mælti fyrir tillögunni fyrr í þessum mánuði en ásamt henni eru flutningsmenn þingmennirnir Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson. Tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi.

Mörgum þungur baggi

„Kostnaður við krabbameinsmeðferð er mörgum þungur baggi og er kostnaðarhlutdeild krabbameinssjúklinga í lyfjakostnaði og allri heilbrigðisþjónustu hér á landi há og hækkar ár frá ári. Kostnaðurinn reynist sjúklingum oft mestur í upphafi veikinda, þegar þeir eru ekki farnir að njóta niðurgreiðslu frá hinu opinbera, en það getur tekið marga mánuði, allt eftir því hvað einstaklingurinn hefur áunnið sér í réttindi,“ sagði Anna Kolbrún í ræðu sinni.

Hún sagði að á þeim tíma fái sjúklingar engar niðurgreiðslur, hvorki á meðferðum né hjálpartækjum sem þeir kunna að þurfa. Afleiðingar krabbameinsmeðferða séu þær að einstaklingar þurfi oft að leggja út fyrir ýmsum vörum vegna aukaverkana, til dæmis kaupum á hárkollum og/eða gerð varanlegra augabrúna vegna hármissis. Þá er ótalinn kostnaður við viðtalsmeðferðir sem bjóðast oft fjarri heimabyggð.

Tekjutap sjúklings og fjölskyldu

„Kostnaður vegna kaupa á ýmiss konar hjálpartækjum og kostnaður við sjúkraþjálfun getur einnig verið mikill. Með því að gera meðferðina sjálfa gjaldfrjálsa eiga sjúklingar fjárhagslega auðveldara með kaup á nauðsynlegum aukahlutum og að greiða kostnað við ferðalög, svo að ekki sé minnst á þá aðstoð sem nauðsynleg er fyrir fjölskyldu viðkomandi. Samanlagður kostnaður getur því orðið ansi mikill, svo mikill að þess eru dæmi að vegna fjárhags síns taki fólk þá ákvörðun að kaupa ekki þá þjónustu sem talin er nauðsynleg. Ofan á útlagðan kostnað bætist síðan tekjutap sjúklingsins og oft og tíðum fjölskyldu.“

Anna Kolbrún benti á að rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og að á hverju ári greinist að meðaltali 1.450 ný tilfelli. „Allt til síðustu aldamóta fjölgaði tilfellum ár frá ári óháð hækkandi meðalaldri og fjölgun þjóðarinnar. Undanfarinn áratug hefur tíðnin hins vegar lækkað og er ein meginástæðan fækkun reykingamanna sem skilar sér beint í lægri tíðni lungnakrabbameins og fleiri krabbameina.“

13 þúsund á lífi sem greinst hafa með krabbamein

Þá benti Anna Kolbrún á að með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafi lífslíkur aukist verulega. Þannig voru rúmlega 13 þúsund Íslendingar á lífi í árslok 2015 sem greinst hafa með krabbamein. Þá sagði hún að um 66% karla og 70% kvenna sem fá krabbamein lifi í fimm ár eða lengur eftir greiningu sjúkdómsins en það er breytilegt eftir tegundum krabbameina.

„Að lokum vil ég segja þetta: Flutningsmenn telja brýnt að ráðist verði í að gera krabbameinsmeðferðir á Íslandi gjaldfrjálsar til þess að allir geti fengið viðeigandi meðferð við sjúkdómnum óháð efnahag. Hér á landi eru bestu mögulegu úrræði þegar notuð við krabbameinsmeðferðir og myndi breytingin því ekki leiða til þess að sjúklingar veldu sér dýrari meðferðir. Að lokinni þessari umræðu legg ég til að tillagan fari til velferðarnefndar Alþingis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita