fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Fréttir

Ómar: „Algjörlega óboðlegir viðskiptahættir“ – Mega ekki fá lögmenn til að krefjast bóta fyrir sína hönd

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. október 2019 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta skýtur skökku við, að risastórt flugfélag skuli reyna að bregða fæti fyrir viðskiptavini sína með þessum hætti,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður Flugbóta.is, í tilkynningu sem send hefur verið fjölmiðlum.

Þar segir að Air Iceland Connect, áður Flugfélag Íslands, hafi breytt skilmálum fargjalda farþega sinna með þeim hætti, að réttur neytenda til þess að krefjast greiðslu bóta úr hendi flugfélagsins er verulega takmarkaður. Flugbætur hafa nú stefnt Air Iceland Connect til að láta reyna á þessar skilmálabreytingar en málið verður þingfest í héraðsdómi á morgun.

Flugbætur benda á að farþegar, sem lenda í því að flugið þeirra seinkar verulega, er aflýst eða yfirbóka, eigi rétt á skaðabótum samkvæmt vrópureglugerð nr. 261/2004, sem innleidd hefur verið á Íslandi. Í nýlegri en ódagsettum breytingum á skilmálum fargjalda Air Iceland Connect, reyni flugfélagið að takmarka verulega rétt neytenda til þess að ná fram bótum frá félaginu. Bæturnar í innanlandsflugi geta mestar orðið 250 evrur eða tæplega 35.000 krónur.

„Í nýju ákvæði 12. gr. skilmála félagsins að farþegar megi ekki fá lögmenn eða aðra innheimtuaðila til þess að krefjast bóta fyrir sína hönd. Þá áskilur Air Iceland Connect sér einhliða 30 daga svarrétt og tekur fram að bætur séu aðeins greiddar inn á reikninga viðkomandi farþega en ekki t.d. inn á fjárvörslureikning innheimtuaðila,“ segir í tilkynningunni.

„Air Iceland Connect er hluti af Icelandair Group, sem er félag sem er skráð á hlutabréfamarkað. Félagið hefur heilan her lögmanna á sínum snærum en reynir svo að koma í veg fyrir að farþegar leiti til sérfræðinga, þegar þeir þurfa að innheimta bætur sem þeir eiga lagalegan rétt á. Það er augljóst að þessar breytingar eru miðaðar að því að fækka þeim farþegum, sem krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga,“ segir Ómar.

Að mati Flugbóta brjóta skilmálabreytingar Air Iceland Connect í bága við Evrópureglugerðina, sem kveður sérstaklega á um það, að ekki megi takmarka rétt farþega með ákvæðum í flutningssamningum.

„Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra í málum sem snúa að neytendavernd en þetta,“ segir Ómar. „Þetta eru viðskiptahættir sem eru algjörlega óboðlegir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mun faraldrinum ljúka fyrr en við héldum?

Mun faraldrinum ljúka fyrr en við héldum?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk áróðurssíða fær á baukinn fyrir innlegg um COVID-veiruna – „Setja allt á hausinn sem þeir koma nálægt“

Íslensk áróðurssíða fær á baukinn fyrir innlegg um COVID-veiruna – „Setja allt á hausinn sem þeir koma nálægt“