fbpx
Miðvikudagur 01.apríl 2020
Fréttir

Fleiri létust af völdum ávísaðra lyfja á Íslandi en í Bandaríkjunum: „Mikið áhyggjuefni“ segir læknir á Vogi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. október 2019 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

23 létust af völdum sterkra verkjalyfja eða svokallaðra ópíóíða hér á landi í fyrra.

Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi segir að greiningunum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Stöð 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum sínum í kvöld. Rætt var við Hildi Þórarinsdóttur, lækni á Vogi, sem segir að greiningunum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga.

Ópíóíðar eru sterk verkjalyf eins og morfín, fentanýl, tramadól og oxycontin. Samkvæmt upplýsingum úr dánarmeinaskrá létust 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðal dánarörsökin. Lyfjatengd andlát voru 39 í fyrra og eru því andlátin af völdum ópíóíða yfir helmingur af þeim öllum. Hildur segir þetta ekki koma sér á óvart.

„Þessi tala kemur mér í rauninni ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíðafíkn, hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast frá árinu 2017. Stærsti hlutinn af þessu fólki er að sprauta þessu efni í æð og það er mikið áhyggjuefni.“

Einnig var greint frá því í kvöldfréttunum að ópíóíðafaraldur hafi geisað að undanförnu í Bandaríkjunum. Andlát vegna ópíóíða í Bandaríkjunum árið 2017 voru 15,4 á hverja 100.000 íbúa. Andlát vegna ópíóíða hér á landi voru 6,6 á hverja 100.000 íbúa í fyrra.

Í frétt Stöðvar 2 um málið var vakin athygli á því að í Bandaríkjunum séu ólögleg efni aðal orsök andlátanna. Þessi ólöglegu efni sjást hins vegar ekki hér á landi. Ef einungis er tekið mið af andlátum vegna ávísaðra lyfja í Bandaríkjunum eru dauðsföllin mun færri eða 3,3 á hverja 100.000 íbúa. Eins og áður segir voru andlátin vegna ávísaðra lyfja hins vegar 6,6 á hverja 100.000 íbúa á Íslandi í fyrra. Það létust því hlutfallslega fleiri á Íslandi vegna ávísaðara lyfja árið 2018 heldur en á árinu áður í Bandaríkjunum.

Efnin sem eru að valda flestum  lyfjatengdum dauðsföllum í Bandaríkjunum eru aðallega ólöglegt fentanýl og heróín. Hildur segir þessi efni ekki vera í jafn mikilli notkun hér á landi og í Bandaríkjunum.

„Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem koma hingað og gefa upp neyslu á fentanyli. það er örsjaldan. Í sambandi við heróínið, það er ekki verið að nota heróin hér á landi eins og er.“

Samkvæmt Hildi eru flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á vogi á aldrinum 35  til 39 ára en 150 manns eru nú í viðhaldsmeðferð við fíkninni. Hildur segir þessa meðferð vera fyrst og fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll.

„Áður fyrr gekk fólki illa að ná árangri en staðan er öll önnur með þessari meðferð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Lögreglan óskar eftir þinni aðstoð – Hefur þú séð þennan bíl?

Lögreglan óskar eftir þinni aðstoð – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Í gær

Rúmlega fertug kona lést eftir útskrift af bráðamóttökunni

Rúmlega fertug kona lést eftir útskrift af bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

30 refsidómar gætu fyrnst á árinu

30 refsidómar gætu fyrnst á árinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kerfisbundinn þjófnaður á krám í miðbæ Reykjavíkur

Kerfisbundinn þjófnaður á krám í miðbæ Reykjavíkur