fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

Örn Árnason hneykslaður á Maríu Lilju: „En ef hún hefði verið úr Fellunum…væri hún þá annars flokks?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2019 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Örn Árnason segir að miklir fordómar séu í samfélaginu gagnvart Breiðholtinu. Örn hefur sjálfur verið búsettur í Breiðholti frá árinu 2015 og líkar honum vel í hverfinu, að eigin sögn.

Örn lætur til sín taka í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt en tilefnið eru skrif Maríu Lilju Þrastardóttur á dögunum um pistil sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifaði.

„Áslaug Arna er ekki útlensk, fátæk eða úr blokk í fellunum. Hún er hámenntuð rík Garðabæjarmær og DÓMSMÁLARÁÐHERRA. Ég held að færri manneskjur njóti meiri forréttinda í heiminum. Hún er á toppnum og þarf engan hlífðarskjöld frá pöpulnum,“ sagði María Lilja.

Hringbraut vakti fyrst athygli á skrifum Arnar í Breiðholtshópnum um orð Maríu Lilju, en í færslunni sagði hann:

Sæl veriði. Í ljósi umræðu um Breiðholtið okkar (hef verið hér síðan 2015 og líkar vel!) þá kemur berlega í ljós að þegar fólk er að velta fyrir stétt og stöðu hvað það eru miklir fordómar ríkjandi gagnvart breiðholtinu. Nú eru ritdeilur milli fólks um orðanotkun dómsmálaráðherra á orðinu „þeir“…sem margir segja að sé karllægt orðalag. Ætla ekki að hafa skoðun á því en á einum stað las ég ummæli um Áslaugu Örnu…þekki hana ekki en ritara fannst rétt að hnýta í hana með tilleggi í Breiðholtið,“ segir Örn og bætir ummælum Maríu Lilju við færsluna. Hann segir svo að lokum:

„Ekki úr Fellunum…En ef hún hefði verið úr Fellunum…væri hún þá annars flokks?…en reyndar er hún Árbænum!..en hvað um það…pirripú!“

Óhætt er að segja að íbúar taki undir þetta og benda þeir á ófáa Breiðhyltinga sem hafa skarað fram úr á ýmsum sviðum. Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður, bendir þó á annan mikilvægan punkt í þessari umræðu. María Lilja nefndi nefnilega einnig að Áslaug Arna væri ekki útlensk eða fátæk.

„Finnst ykkur í lagi að það skuli dæma fólk vegna uppruna og félagsleg bakgrunn almenn sem sagt það er í lagi að segja hún er ekki útlensk eða fátækt? Eða er það bara fyrir neðan öllu að tala illu um Breiðhyltingar? Hvað þá með okkur sem eru útlensk fátækt og búa í Breiðholti? Eigum við nokkra séns? Eigum við ekki vera sammála um að það er út í hött að skilgreina og níðast á fólk með fordóma almenn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Rafrænt bingó fyrir eldri borgara – Margir hafa saknað þess að spila bingó

Rafrænt bingó fyrir eldri borgara – Margir hafa saknað þess að spila bingó
Fréttir
Í gær

„Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?“

„Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?“
Fréttir
Í gær

Fáséð að sálfræðingar gerist sekir um eins mikla vanþekkingu – „Særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg“

Fáséð að sálfræðingar gerist sekir um eins mikla vanþekkingu – „Særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg“
Fréttir
Í gær

Segir þátt Samherja brjóta eina helstu siðareglu blaðamanna – „Hverskonar vitleysa er þetta?“

Segir þátt Samherja brjóta eina helstu siðareglu blaðamanna – „Hverskonar vitleysa er þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur líklegt að viðmælandi hafi boðið sér mútur

Telur líklegt að viðmælandi hafi boðið sér mútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglurannsókn vegna gjaldþrots Farvel – Segir Ferðamálastofu hafa sýnt linkind

Lögreglurannsókn vegna gjaldþrots Farvel – Segir Ferðamálastofu hafa sýnt linkind
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skýrsla eða ekki skýrsla: Verðlagsstofa staðfestir að hafa tekið saman upplýsingarnar

Skýrsla eða ekki skýrsla: Verðlagsstofa staðfestir að hafa tekið saman upplýsingarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings