fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Fréttir

Hræsni í kommentakerfum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. október 2019 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég tók nýverið viðtal við ungan mann sem stundar veiðar á afrískum dýrum, svokallaða „trophy“-veiði.

Viðtalið vakti vægast sagt hörð viðbrögð og fylltist kommentakerfi DV af ljótum ummælum og morðhótunum. Hjörvar fékk aragrúa af ummælum á Instagram-síðu sína en það versta sem hann fékk var í einkaskilaboðum. Hjörvar segist þó ekkert láta þetta á sig fá.

En snúum okkur aftur að kommentakerfunum þar sem andstyggðin náði nýju hámarki. Ég skil það vissulega að fólk sé reitt yfir því að Hjörvar drepi dýr.

Það sem mér þykir sérstaklega athyglisvert er að flestir þeirra sem hóta honum öllu illu og óska honum dauða, er sama fólk og borgar öðrum fyrir að slátra dýrum fyrir sig.

Ef þú upplifðir mjög sterkar tilfinningar þegar þú last viðtalið við Hjörvar, og borðar dýr, þá spyr ég hvort þetta sé ekki tilvalinn tími til að líta í eigin barm. Er þetta ekki frábær tími til að hugsa um hvað þú getur gert fyrir dýrin.

Ef þér býður við að Hjörvar fari til Afríku til að skjóta puntsvín, af hverju býður þér ekki við að þúsundir svína séu drepin á hverjum degi hér á landi, svo við getum fengið beikon?

Ef þér býður við að sjá myndina af Hjörvari með gíraffanum, af hverju býður þér ekki við því að við drepum lömb, bara vegna þess að okkur finnst þau góð á bragðið?

Ég tók það fram í byrjun viðtalsins að ég skildi ekki trophy-veiði, rétt eins og allar aðrar tegundir af veiði. Það er vegna þess að ég sjálf neyti ekki dýraafurða og er vegan.

Ég ákvað að taka viðtal við Hjörvar af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi snýst blaðamennska ekki um að tala einungis við fólk sem þú ert sammála, og í öðru lagi til að svala forvitni félagsfræðingsins í mér. Mig langaði að vita af hverju Hjörvar gerir það sem hann gerir. Þar sem það er óskiljanlegt fyrir mér, þá langaði mig að vita hvað sé heillandi við að drepa dýr.

Ef dýr er drepið á bak við luktar dyr og enginn er þar til að taka mynd, gerðist það?

Með því að kaupa kjöt ertu að borga fyrir að dýr sé drepið á hrottalegan hátt í sláturhúsi. Enginn vill deyja.

Ég er alls ekki að réttlæta gjörðir Hjörvars, eins og fyrr segir þá persónulega fordæmi ég þær. En þið hin, sem fyrirlítið Hjörvar, kallið hann ógeðslegan og hótið honum öllu illu, ef þið borðið kjöt þá bið ég ykkur um að spyrja ykkur að þessu: Af hverju eruð þið svona mikið betri en Hjörvar?

Kommentakerfinu við viðtalið, og greinar um viðtalið, var lokað vegna fjölda ærumeiðandi ummæla. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Alblóðugur maður handtekinn í Hlíðahverfi – „Maðurinn er veikur, þetta er bara harmleikur“

Alblóðugur maður handtekinn í Hlíðahverfi – „Maðurinn er veikur, þetta er bara harmleikur“
Fréttir
Í gær

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt brot RÚV á lögum – Þættir um ofbeldi, kynlíf og eiturlyf aðgengilegir börnum

Alvarlegt brot RÚV á lögum – Þættir um ofbeldi, kynlíf og eiturlyf aðgengilegir börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést í Sundhöll Selfoss í dag

Lést í Sundhöll Selfoss í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregluþjónar frelsissviptir í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins

Lögregluþjónar frelsissviptir í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sif kemur Frosta til varnar – „Ekki er allt sem sýnist“

Sif kemur Frosta til varnar – „Ekki er allt sem sýnist“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Mjög mikið að gera hjá lögreglunni

Mjög mikið að gera hjá lögreglunni