fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Magnús segist illa brenndur af samskiptum við nýjan veitingamann í Reykjavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. október 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Bjartur Solveigarson segir farir sínar ekki sléttar af sænskum veitingamanni sem hann segir vera fluttur til Íslands og ætli að opna hér veitingahús. Magnús hefur deilt frásögn sinni víða á samskiptamiðlum. Í samtali við DV segist hann vilja vara við manninum. Magnús segist hafa unnið fyrir Svíann í Noregi með skelfilegum afleiðingum.

„Ég trúi þessu ekki. Þessi maður er að flytja til Íslands og segist vera að opna veitingastað. Ef þið þekkið einhvern í veitingabransanum þá mæli ég með því að láta það vita af þessum. Hérna er sagan. Ég er í atvinnuleit í Bergen þegar ég fæ boð frá Tromsö um vinnu í eldhúsi. Þá var þessi maður að reka veitingastað þar. Mér var lofað góðum launum, góðum tímum og íbúð. Allt þetta myndi hann reyna að svíkja og hann komst upp með flest af því,“ segir Magnús.

Hann fullyrðir að eldshúsið hafi verið gífurlega illa rekið. „Aðkoman að eldhúsinu var hræðileg eins og sést á myndinni. Krosssmit á milli kjöts og sjávarfangs. Fiskurinn skilinn eftir í klaka sem lak út um allt. Hann drakk eins og brjálæðingur og öskraði mikið á fólk. Eins og má búast við þá fékk hann ekkert sérlega góðar einkunnir og þá byrjaði að fjúka rækilega í hann. Þá byrjaði hann að reka fólk m.a. mig í gegnum messenger á Facebook,“ segir Magnús.

Hann segist ekki enn hafa fengið öll laun sín. „Ég sagði honum að ég væri með samning og hann gæti ekki rekið mig án fyrirvara. Þá hótar hann að kalla á lögregluna til að henda mér út úr íbúðinni. Þrátt fyrir það að húsaskjól væri skriflegt í samningnum. Og honum væri sko alveg nákvæmlega sama hvort ég væri ekki með húsaskjól. Ég var nýfluttur í Tromsö að vetri til. ekki besti staðurinn til þess að hafa ekki neitt húsaskjól. Ég er ennþá að berjast við það að fá launin mín. Hann komst upp með þetta allt án nokkurs skaða. Ég endaði með því að þurfa að borga flutning o.fl. en fékk enginn laun,“ segir Magnús og heldur áfram.

„Þegar ég fór að kafa dýpra í málið þá komst ég að því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann hefur gert eitthvað svona. Hann hefur stungið af með peninga annarra áður og logið að þeim með að borga þeim til baka. Reykjavík þarf ekki annan svona fávita. Endilega deilið með þeim sem þurfa að vita þetta. Ég er ennþá að bíða eftir 400.000 krónum frá þessu öllu.“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“