fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Fréttir

Elías er látinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2019 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Hergeirsson lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 7. október síðastliðinn, 81 árs að aldri.

Í minningargrein um Elías í Morgunblaðinu er farið yfir ævina hans en Elías var knattspyrnumaður á sínum yngri árum. Hann var fyrrverandi aðalbókari í Héðni og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Val og Knattspyrnusamband Íslands.

Elías fæddist í Reykjavík þann 19. janúar árið 1938 og ólst upp í Vesturbænum með foreldrum sínum Hergeiri Elíassyni togaraskipstjóra og Ragnheiði G. Þórðardóttur húsfreyju.

Elías gekk í Verzlunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1957 og hóf í kjölfarið störf við Útvegsbankann. Árið 1967 fór hann síðan að vinna í Vélsmiðjunni Héðni og vann þar til ársins 2008, mestmegnis sem yfirbókari fyrirtækisins.

Eins og áður segir var Elías knattspyrnumaður. Hann byrjaði að æfa með KR en gekk síðan í Val og æfði og keppti með félaginu í öllum aldurshópum. Elías varð nokkrum sinnum Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari í yngri flokkum. Hann lék einnig 100 leiki með meistaraflokki á árunum 1956 til 1962 og varð Íslandsmeistari árið 1956.

Elías giftist Valgerði Önnu Jónasdóttur og eignuðust þau fjögur börn saman, Hergeir, Margréti, Ragnheiði og Jónas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bruninn á Bræðraborgarstíg: Áfram í gæsluvarðaldi

Bruninn á Bræðraborgarstíg: Áfram í gæsluvarðaldi
Fréttir
Í gær

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samherjamálið fyrir rétti í Namibíu – Segir þúsundir manna hafa misst vinnuna og suma hafa svipt sig lífi

Samherjamálið fyrir rétti í Namibíu – Segir þúsundir manna hafa misst vinnuna og suma hafa svipt sig lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvalfjarðargangamálið: framleiddu spíttið úr pólskum barnamat – Aðkoman að bústaðnum var hræðileg

Hvalfjarðargangamálið: framleiddu spíttið úr pólskum barnamat – Aðkoman að bústaðnum var hræðileg