fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Óviðunandi bið á bráðamóttöku Landspítalans – Skortur á hjúkrunarfræðingum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. október 2019 17:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar gerði embætti landlæknis eftirfylgniúttekt á stöðunni á bráðamóttöku Landspítalans.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á vef Embættis Landlæknis í dag. Þar kemur fram að meðaldvalartími sjúklinga sem bíða innlagnar á spítalann er alltof langur, eða 22,8 klukkustundir síðastliðinn ágúst. Þessi tími hefur aldrei verið lengri utan flensutímabila.

„Þá fer þeim sjúklingum fjölgandi sem dvelja svo dögum skiptir á bráðamóttökunni. Ástæður þessa eru skortur á hjúkrunarfræðingum á legudeildum sem og að hlutfallslega fleiri sjúklingar leggjast nú inn af bráðamóttöku en áður vegna flutnings bráðastarfsemi hjartagáttar. Húsnæði bráðamóttöku ber engan veginn þann fjölda sjúklinga sem þar dvelja einatt og eru gerðar alvarlegar athugasemdir við það í skýrslunni. Þá er sýkingavörnum verulega ábótavant við þessar aðstæður.“

Þó kemur fram að bráðamóttöku tekst ennþá að sinna bráðahlutverki sínu. Þeir sem eru veikastir fá þjónustu og er meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim nánast óbreyttur, eða um 5 klukkustundir.

Í skýrslunni er farið yfir viðbrögð Landspítala við ábendingum úr fyrri úttekt og getið um aðgerðir heilbrigðismálaráðuneytis. Fram kemur að brugðist hefur verið við flestum fyrri ábendingum. Talið er brýnt að Landspítali opni legudeild sem tekur við sjúklingum af bráðamóttökunni eða þá að sjúklingum verði dreift með öðrum hætti svo það séu ekki of margir að dveljast á bráðamóttöku hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Andri Snær segist hafa þolað lygar og óhróður um sig – „Ógeðslegasta tilfinning sem þú getur lent í“

Andri Snær segist hafa þolað lygar og óhróður um sig – „Ógeðslegasta tilfinning sem þú getur lent í“
Fréttir
Í gær

Vilja fella niður tolla af blómum – Segja innlenda blómaframleiðendur ekki anna eftirspurn

Vilja fella niður tolla af blómum – Segja innlenda blómaframleiðendur ekki anna eftirspurn
Fréttir
Í gær

Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir

Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir
Í gær

Morðvargurinn frá Minnesota: „Ég vildi óska að gervallt mankyn hefði einn háls svo ég gæti kæft það!“

Morðvargurinn frá Minnesota: „Ég vildi óska að gervallt mankyn hefði einn háls svo ég gæti kæft það!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Músin og pöpullinn