fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Inflúensan komin til landsins – Sex liggja inni á Landspítalanum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2019 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa sjö einstaklingar greinst með inflúensu A á síðustu dögum. Þar af eru sex inniliggjandi á Landspítala en einn leitaði þangað á bráðamóttökuna. Þrír af þeim voru með inflúensu A(H3), en undirgreiningu hjá fjórum er ekki lokið. Þetta kemur fram á heimasíðu Landlæknis.

Þar segir að gripið hafir verið til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar á sjúkrahúsinu með eflingu sýkingavarna og einangrun þeirra sem eru með staðfesta inflúensu eða klínísk einkenni hennar. Einnig er bólusetning hafin á þeim deildum þar sem veiran greindist. Ekki er vitað um uppruna smitsins.

Stöku tilfelli af inflúensu greinast oft að hausti áður en veiran fer að breiðast út í samfélaginu, sem er yfirleitt seinnpartinn í desember eða janúar. Þó inflúensan greinist núna er ekki líklegt að hún fari á flug fyrr en um áramótin í samræmi við faraldsfræði árlegrar inflúensu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“