fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Íslenskur faðir hótaði að myrða son sinn ef hann segði frá ofbeldinu – Pabbahelgarnar urðu að martröð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. október 2019 14:47

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir alvarleg og margendurtekin kynferðisbrot gegn syni sínum á sjö ára tímabili er drengurinn var 4 til 11 ára. Sonurinn kærði ofbeldið eftir að hann var orðinn fullorðinn. Brotin áttu sér stað eftir að maðurinn var skilinn við móður drengsins og voru framin er drengurinn kom í heimsóknir til föður síns. Maðurinn hótaði syninum að myrða hann og stjúpföður drengsins ef drengurinn segði frá ofbeldinu.

Ofbeldið var allt mjög alvarlegt. Í fjölda tilvika káfaði maðurinn á kynfærum drengsins og lét hann káfa á sínum kynfærum. Maðurinn sýndi drengnum klámfengið efni í tölvu, þar á meðal barnaklám. Mörgum sinnum nauðgaði maðurinn drengnum í endaþarm.

Vegna nauðgananna var drengurinn þjáður af uppköstum og kviðverkjum og meðal gagna í málinu eru læknisvottorð þar af lútandi.

Maðurinn kærði föður sinn til lögreglu árið 2017 og rakti þá alla brotasöguna. Á meðal gagna málsins er greinargerð frá félagsráðgjafa og sérfræðingi frá Bjarkarhlíð þar sem segir að brotaþoli hafi mætt í sjö viðtöl þar sem hann hafi lýst miklu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi sem hann hafi sætt af hendi föður síns frá um fjögurra til ellefu ára aldurs. Greindi hann frá því að faðir hans hefði kýlt hann og sparkað í hann ásamt því að káfa á honum og nauðga honum í endaþarm. Brotaþoli hafi einnig lýst því að faðir hans hefið hótað honum með hníf og byssu.

Meðal gagna í málinu er enn fremur örorkumat frá 2009. Brotaþoli er þar skráður öryrki og greindur með ódæmigerða einhverfu.

Ákærði neitaði sök. Dómurinn mat að hann væri ótrúverðugur í framburði sínum. „Er það mat í fyrsta lagi byggt á því að ákærði hefur viðurkennt að hafa sent bréf til móður brotaþola, þegar forsjárdeila var í gangi um brotaþola, þar sem ákærði staðhæfði að þáverandi fósturfaðir brotaþola hefði brotið kynferðislega gegn honum. Eins staðhæfði ákærði í bréfunum að fósturfaðirinn hefði beitt brotaþola öðru ofbeldi. Ákærði lýsti því hér fyrir dóminum að engin stoð hefði verið fyrir þessum fullyrðingum og þær verið alfarið rangar. Samkvæmt þessu skirrist ákærði ekki við að greina rangt frá þjóni það hagsmunum hans,“ segir í dómnum.

Brotaþoli var hins vegar metinn einlægur og trúverðugur í framburði sínum og var ekkert innbyrðis ósamræmi í framburði hans við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi.

Maðurinn var fundinn sekur og dæmdur í sjö ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþolanum, syni sínum, þrjár milljónir króna í miskabætur. Enn fremur þarf hann að greiða tæplega 3,7 milljónir í málskostnað.

Dóminn í heild má lesa hér

 

.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“