fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Fréttir

Á að leyfa Uber á Íslandi? Felix borgaði 5.000 krónur fyrir leigubílinn – „Mér bara blöskraði“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2019 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptar skoðanir eru um það hvort leyfa eigi starfsemi Uber hér á landi. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, útilokaði það ekki í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Uber gæti hafið starfsemi hér á landi með nýrri löggjöf sem er nú þegar í smíðum.

Mikið hefur verið rætt um verð á leigubílum og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Neytendur hafa bent á að verðið sé allt of hátt en á móti hafa leigubílstjórar bent á að launin í greininni séu ekki ýkja há.

DV ræddi til dæmis við Einar Árnason, formann bílstjórafélagsins Fylkis, í maí síðastliðnum og sagði hann að verði væri stillt í hóf og það mætti varla við því að lækka. Kostnaðurinn sem leigubílstjórar þurfa að greiða sé það mikill að svigrúm til lækkana sé lítið sem ekkert.

Þeim sem hafa tekið leigubíl hér á landi hefur blöskrað verðið. Leikarinn og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson gagnrýndi til dæmis hátt leigubílaverð á Twitter um helgina.

Færsla Felix vakti talsverða athygli; margir tóku undir gagnrýnina með honum en aðrir voru á öndverðum meiði. Þingmaðurinn fyrrverandi, Nicole Leigh Mosty, borgaði ekki mikið þegar hún var í leigubíl í New York nýlega.

Skemmtikrafturinn Sóli Hólm sagðist einnig hafa greitt 1.500 krónur fyrir leigubíl frá Hótel Sögu og á Hringbraut.

Svo voru aðrir sem bentu á að leigubílstjórastéttin hér á landi verði seint talin hátekjustétt.

Felix var svo bent á að svona orðbragð væri engum til framdráttar. Felix dró í land en segist einfaldlega hafa blöskrað.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason fjallaði um málið á bloggsíðu sinni á Eyjunni í gærkvöldi þar sem hann sagði að frumvarp um leyfi Uber gæti orðið eldfimt. Egill nefndi síðan kosti og galla þjónustunnar.

„Uber hefur sína kosti. Þetta er þægileg þjónusta og ekki sérlega dýr. Ég hef notað hana talsvert í Bandaríkjunum og þá reyndar frekar Lyft – sem hefur betra orð á sér en Uber. Maður pantar í gegnum síma, greiðir með honum, og manni er skilað beint upp að dyrum. Það er líka ágætt að geta séð fyrirfram hvernig bíl maður getur átt von á og umsagnir sem bílstjórinn fær.

Leigubílar á Íslandi eru dýrir – og maður getur stundum þurft að bíða óþægilega lengi eftir þeim.

En gallarnir eru ófáir, enda hefur starfsemi Uber verið bönnuð víða. Þetta snýst ekki síst um ábyrgð farveitunnar sjálfrar – hún er ekkert nema milliliður, vefsíða og app, og reynir að komast upp með að taka eins litla ábyrgð og hægt getur. Mestallt slíkt lendir á bílstjórunum sjálfum sem eiga bílana og reka þá.

Bílstjórarnir hjá Uber eru líka afar illa launaðir, njóta lítilla réttinda, á meðan fyrirtækið er metið á milljarða dollara á hlutabréfamarkaði.“

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tjáði sig um málið á Facebook-síðu Egils í gærkvöldi og þar sagðist hann alfarið vera á móti því að Uber verði leyft á Íslandi.

„Algerlega á móti. S.k. deilihagkerfi er fínna orð yfir skattsvik. Erfitt að fylgjast með öryggisatriðum, tryggingum, ökuréttindum bílstjóra o.s.frv. Svo er galið að borga ca. 30% umboðslaun til Uber/USA í beinhörðum gjaldeyri.“

Hvað segja lesendur, á að leyfa starfsemi Uber á Íslandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Flugskólar sameinast í einn þann öflugasta á Norðurlöndum

Flugskólar sameinast í einn þann öflugasta á Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Miklu verra að segjast vera hægri sinnaður heldur en hommi“

„Miklu verra að segjast vera hægri sinnaður heldur en hommi“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Spáir fjölgun ferðamanna á næstunni

Spáir fjölgun ferðamanna á næstunni
Fréttir
Í gær

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans
Fréttir
Í gær

Ökumaður sofnaði undir stýri og barn féll niður stiga

Ökumaður sofnaði undir stýri og barn féll niður stiga
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Icelandair tengir leiðakerfi sitt við airBaltic

Icelandair tengir leiðakerfi sitt við airBaltic
Fréttir
Í gær

Heimkomusmitgát: Þetta þarft þú að vita ef þú ert á leiðinni til landsins

Heimkomusmitgát: Þetta þarft þú að vita ef þú ert á leiðinni til landsins