
Á tíunda tímanum í gærkvöld tilkynnti kona í hverfi 108 til lögreglu um frelsissviptingu. Sagði hún vera stödd í bíl gegn vilja sínum og að par væri að krefja hana um peninga. Þegar lögregla fann konuna var parið á bílnum farið. Konan sagði parið hafa náð að taka tvær úttektir af greiðslukorti hennar. Málið er í rannsókn.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að dyravörður slasaði mann í ógáti. Þetta var við veitingahús í miðbænum. Dyravörðurinn ýtti við manni sem féll aftur fyrir sig á gangstétt. Blæddi úr höfði mannsins og var hann flutti með sjúkrabíl á bráðadeild. Ekki er vitað nánar um meiðsli hans.
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað á Grundartanga. Var þar stolið sjónvarpi og fleiru. Ekki er nánari lýsing á atvikum.
Nokkrar tilkynningar voru til lögreglu vegna veðurs. Þakjárn losnaði af húsi í Urriðakvísl og að Seljavegi þuku þakplötur. Einnig var tilkynnt um fjúkandi þakplötur í Borgartúni. Á Grensásvegi var tilkynnt um trampólín á akbraut.