fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi: Saksóknari áfrýjar til Hæstaréttar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2019 11:07

Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skattsvikamáli sem héraðssaksóknari höfðaði gegn liðsmönnum Sigur Rósar var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Héraðssaksóknari hefur ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar.

Fréttablaðið greinir frá þessum málalyktum.

Fjórir liðsmenn Sigur Rósar voru grunaðir um að hafa komið sér hjá því að greiða rúmar 150 milljónir í skatt.

Fjórir meðlimir sveitarinnar, Georg Holm, Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason og Jón Þór Birgisson voru ákærðir í málinu. Voru þeir sagðir hafa staðið skil á efnislega röngum skattaframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014.

Fréttablaðið hefur eftir Bjarnfreð Ólafssyni, lögmanni sveitarinnar, að frávísunarkrafa, sem dómurinn tók undir, hafi byggst á því að um væri að ræða tvöfalda málsmeðferð sem samræmist ekki mannréttindasjónarmiðum.

„Það er bara útaf þessum kerfis­vanda sem að er hér á landi. Það er tvö­föld refsing í svona stærri skatta­laga­málum. Það er lögð á refsing hjá ríkis­skatt­stjóra og síðan fer málið í aðra með­ferð sem er sjálf­stæð rann­sókn hjá sak­sóknara og dóm­stóla­mál og farið fram á við­bótar­refsingu í máli sem þegar er búið að refsa fyrir,“ segir hann við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“