fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Kýldi mann á Chuck Norris Grill – Tennur losnuðu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2019 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á veitingastaðnum Chuck Norris Grill, Laugavegi 30. Maðurinn kýldi annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að sá hlaut bólgu í vinstri kinn og brot í framtönn. Manninum var virt til refsiþyngingar að hann hefur sakaferil að baki en til refsilækkunar að hann játaði brot sitt skýlaust og að rannsókn lögreglu á málinu dróst óhóflega en árásin átti sér stað sumarið 2017.

Þolandi árásarinnar varð fyrir því að tennur losnuðu í munni hans  og brot varð í tönn en ekki þurfti að fjarlægja tennur og þurfti ekki að fara í sérstaka tannviðgerð. Var talið að áverkar brotaþola væru óverulegir.

Sem fyrr segir var refsingin 30 daga skilorðsbundið fangelsi en auk þess þarf hinn seki að greiða verjanda sínum 150.000 krónur í málsvarnarlaun og tæplega 40.000 krónur í annan sakarkostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“