fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Farþegar fastir í flugvélum klukkutímum saman vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2019 10:51

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt hefur verið um röskun á flugi í dag vegna slæms veðurs á Keflavíkurflugvelli. Vindur hefur farið hátt í 30 metra á sekúndu og er því ekki hægt að nota landgöngubrýr til að koma farþegum frá borði. Þeir sitja því fastir um borð.

DV náði sambandi við mann sem kom til landsins með vél Easyjet frá Kaupmannahöfn ásamt ungum syni sínum. Vélin lenti kl. hálfníu í morgun en núna laust fyrir klukkan 11 sitja farþegar enn fastir um borð og hefur þeim verið tilkynnt um að frekari bið verði. Að sögn mannsins fer þokkalega vel um farþega en nokkurs pirrings gætir meðal þeirra. „Vélin vaggar hérna til og frá,“ segir maðurinn og verða farþegar mikið varir við vonda veðrið.

Öllum brottförum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað til klukkan hálftólf. Frekari seinkanir á þeim flugferðið gætu orðið. Veðrið mun ganga niður eftir því sem líður á daginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“