fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Eftirmaður Davíðs átti ekki von á þessu: „Ég hélt að hann hefði verið að grínast. Nú vissi ég betur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2019 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrátt fyrir varnaðarorð ráðuneytisstjórans var ég grunlaus og ekki undir þetta búinn. Ég hélt að hann hefði verið að grínast. Nú vissi ég betur.“

Þetta segir Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, í viðtali við Viðskiptablaðið í dag. Svein er staddur hér á landi til að kynna bók sína, Í víglínu íslenskra fjármála, sem fjallar meðal annars um íslenska efnahagshrunið og tíma hans í Seðlabankanum.

Svein Harald er hagfræðingur og starfaði hann fyrir ráðgjafafyrirtækið Mckinsey þegar hann fékk óvænt símtal frá Íslandi. „Viltu verða seðlabankastjóri á Íslandi,“ var hann spurður og Svein Harald var ekki lengi að svara því játandi.

Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og síðar ritstjóri Morgunblaðsins, hafði gegnt embætti seðlabankastjóra áður en Svein Harald var ráðinn. Davíð var ekki sáttur við að þurfa að yfirgefa bankann en svo fór að honum var bolað burt með lagasetningu.

Í viðtalinu við Viðskiptablaðið segir Svein Harald að hann hafi verið tilbúinn að takast á við verkefnið, en tvær grímur hafi runnið á hann eftir samtal við ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins í Noregi. Hann kveðst hafa átt fund með ráðuneytisstjóranum áður en hann steig upp í flugvélina til Íslands og verið spurður hvort hann væri tilbúinn.

„Já, það held ég, svaraði ég. Hann spurði aftur, en ertu tilbúinn? Já, endurtók ég og sagðist hafa nýtt hverja stund til að kynna mér stöðuna. Gott og vel, en ertu raunverulega tilbúinn, spurði hann í þriðja sinn. Núna var ég ekki lengur viss og starði orðlaus á hann. Þá spurði hann, hefurðu lesið Íslendingasögurnar og hvernig ættflokkarnir hjuggu höfuðið af hver öðrum þegar til átaka kom? Þá kveikti ég loksins á perunni og skildi hvað hann var að fara.“

Í Viðskiptablaðinu er bent á að ráðning hans í stöðu seðlabankastjóra hafi vakið mikla athygli í Noregi. Norskir fjölmiðlar hafi fylgst vel með og viðskiptafréttamiðillinn E24 gert sér mat úr ummælum sem Davíð Oddsson lét falla á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Þá sagði Davíð berum orðum að Svein Harald væri drullusokkur og væri svo lítt þekktur að leitarvél Google finni hann ekki.

„Þetta var áttunda mest lesna fréttin á vefnum þetta árið og var nú enginn skortur á viðskiptafréttum í Noregi þetta viðburðaríka ár,“ segir Svein Harald i viðtalinu. „Þarna var ég sagður hafa verið tæki minnihlutastjórnarinnar í því að bola honum frá völdum í bankanum, einhvers konar efnahagslegur málaliði. Þrátt fyrir varnaðarorð ráðuneytisstjórans var ég grunlaus og ekki undir þetta búinn. Ég hélt að hann hefði verið að grínast. Nú vissi ég betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“