

Borgari gekk fram á handsprengju á Patterson-svæðinu svonefnda við Ásbrú um helgina. Vegfarandinn hafði samband við lögregluna í kjölfarið sem hafði samband við sprengjusérfræðinga. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar mættu á svæðið og eyddu sprengjuna sem talin var vera virk. Um er að ræða gamalt æfingasvæði sem bandaríski herinn notaði á sínum tíma.
Í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að einnig hafi borist tilkynning um innbrot í vinnuskúr í umdæminu. Þaðan var stolið fjórum Dewalt skrúfvélum en ekki liggur fyrir hvort sá eða hinir fingralöngu sem þar voru að verki höfðu fleiri muni á brott með sér.