fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Barnaníðingur sveik út pítsur í nafni Sjálfstæðisflokksins – Alvarlega veikur maður gengur laus vegna klúðurs

Hjálmar Friðriksson, Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 1. október 2019 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Birgi Brynjarssyni, dæmdum barnaníðingi, sem ákærður var fyrir fjölda afbrota, til dæmis stuld, svik, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot.

Birgi var ekki gerð refsing og voru rökin fyrir því að á tímabili brotanna hafi hann glímt við geðræn veikindi og hafi flest brotin verið annarleg. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Birgir sleppur við dóm þrátt fyrir að brot hans teljist sönnuð. DV greindi frá því í fyrra að þriggja mánaða skilorð fyrir ýmiss brot.

Gengur laus

DV hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að dómur féll og gangi nú laus. Hann hafi með öðrum orðum ekki verið vistaður á viðeigandi stofnun, í það minnsta að svo stöddu. Í dómi kemur þó fram að hann hafi sýnt af sér ógnandi hegðun, hann var til að mynda handtekinn með kjötexi í verslunni Vikivaka á Barónsstíg.

Ákæruliðirnir í nýjasta málinu eru átján, en brotin eiga að hafa átt sér stað á milli nóvembers 2017 fram í júní 2019. Á meðal þess sem Birgir var kærður fyrir var sí endurtekinn þjófnaður. Hann á meðal annars að hafa stolið fjölda tækni- og tölvuvara frá ýmsum stöðum, til dæmis græju úr Bang og Olufsen sem metin var á 109.900 krónur og prentara frá Landspítalanum metin á 230.000 krónur.

Reyndi að hafa fé af Sjálfstæðisflokknum

Sérstaka athygli vekur fjársvikamál sem beindist að Sjálfstæðisflokknum. Sannað þótti að Birgir hafi skráð pítsur frá Domino’s að andvirði 56.140 króna á Sjálfstæðisflokkinn. Birgir neitaði sök en kannaðist þó við að hafa pantað pítsur í tvígang og látið setja á reikning flokksins. Hann taldi sig hafa fulla heimild fyrir því þar sem hann hafi fundað á heimili um pólitísk málefni.

Hann reyndi líka að setja fartölvu og spjaldtölvu frá Tæknibæ að andvirði 260.000 króna á reikning Sjálfstæðisflokksins, án þess að hafa leyfi flokksins fyrir því.

Birgir var þar að auki kærður fyrir mörg fíkniefnalagabrot, þar á meðal eitt er hann gekk vopnaður kjötexi með fíkniefni á sér í versluninni Vikivaka. Birgir keyrði auk þess í nokkur skipti próflaus undir áhrifum fíkniefna.

Birgir fékk enga refsingu, að undanskildu því að hann verði sviptur ökuréttindum og gert skylt að sæta upptöku á nokkrum grömmum af tóbaksblönduðu kannabisefni, kjötexi og dúkahníf. Auk þess þarf hann að greiða málsvarnarlaun.

Klúður

Ástæða þess að hann er ekki vistaður í öryggisgæslu er það sem á mannamáli mætti kalla lagaflækjur. Saksóknari klúðraði því að fara fram á öryggisgæslu í framhaldsákæru á tilsettum tíma. Dómari hafði því engin önnur úrræði en að sleppa Birgi.

Samkvæmt mati dómkvadds geðlæknis var talið að andlegir annmarkar Birgis gerðu það að verkum að fangelsisrefsing bæri ekki árangur. Þetta mat kom fram við aðalmeðferð málsins. Ákæruvaldið gaf af því tilefni út framhaldsákæru sem var lögð fram við síðara þinghald, en verjandi Birgis mótmælti kröfunni sem of seint fram kominni.
Dómari benti á að lagaákvæði varðandi framhaldsákærur sem og dómafordæmi væru skýr hvað þetta varðaði, ekki væri hægt að koma fram framhaldsákæru eftir lögákveðinn tveggja vikna frest nema ákærði samþykkti það sjálfur. Birgir hafði ekki samþykkt framhaldsákæruna og hún var lögð fram eftir að tveggja vikna fresturinn var liðinn. s.s. framhaldsákæran var krafa ákæruvaldsins um öryggisgæsli. Svo dómari tekur það sérstaklega fram að þótt það væri best hagsmunum Birgis sjálfs að honum yrði gert að sæta öryggisgæslu þá væri ekki hægt að fallast á það því krafan um gæsluna kom of seint fram. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður