fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Fréttir

Sigurður afneitaði móður sinni öryggis hennar vegna: „Við pössuðum okkur að koma ekki nálægt spítalanum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún var bara klædd í fötin og henni sagt að hún ætti að fara heim. En hún vissi ekki hvert hún ætti að fara því hún vissi ekki hvar hún átti heima. Hún varð mjög lítil í sér, vissi ekki hvað hún átti að gera og fann að enginn var að passa um hana,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, en móðir hans er með Alzheimer sjúkdóminn og getur ekki séð um sig sjálf. Sigurður og fjölskylda konunnar neyddust til að afneita henni, þ.e. þau neituðu að taka við henni eftir að hún var úrskurðuð af Landsspítalanum eftir aðgerð á eyra, öryggis hennar vegna. Ástand móður Sigurðar, sem er 83 ára gömul, er orðið þannig að hún getur engan veginn séð um sig sjálf og öryggi hennar er stefnt í hættu ef hún er látin vera ein. Fjölskyldan var engan veginn í stakk búin að veita konunni sólarhringsgæslu og hefðu þau stefnt henni í voða með því að taka hana inn á heimili sitt.

„Það leið yfir hana og kom í ljós að hún var með lausan kristal í innra eyra og gekkst hún undir meðferð á Landspítalanum vegna þess,“ segir Sigurður. Síðan átti að senda gömlu konuna heim og ekki gera neitt varðandi Alzheimer sjúkdóminn sem hún er haldin.

„Alzheimer sjúkdómurinn er þannig að fólki versnar í stökkum og núna er hún orðin mjög illa áttuð,“ segir Sigurður. „Við þurftum bara að afneita henni og segja nei og við pössuðum okkur að koma ekki nálægt spítalanum á meðan þetta var í gangi.“ Hörð ákvörðun sem reyndist nauðsynleg.

„Hún hefur beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili í heilt ár,“ segir Sigurður en varla er hægt að segja að móðirin hafi notið nokkurrar meðferðar sem Alzheimer-sjúklingur. „Hún hefur heimilislækninn og hún var auðvitað greind með sjúkdóminn en það er ekki verið að veita þessu fólki neina meðferð. Það eru til lyf sem þeim eru oft gefin en læknirinn hennar mat það svo að það væri ekki í hennar hag að taka þau.“

 Afneitunin bjargaði gömlu konunni

Þegar Landspítalinn stóð frammi fyrir fyrir því að enginn ætlaði að sækja gömlu konuna var loks gripið til úrræða og vissulega endar þessi saga vel: „Ég er hérna staddur á Akranesi og er að fara með móður mína á hjúkrunarheimilið Höfða. Það eru til nokkur biðpláss, hér á Akranesi, í Borgarnesi og á Vífilstöðum, sem eru stundum nýtt fyrir fólk sem er að bíða eftir langtímaplássi en eru með bráðavanda. Hérna verður móðir mín þar til pláss losnar á hjúkrunarheimilinu sem hugsað er fyrir hana til frambúðar, það gæti gerst eftir hálft ár eða eitt ár, við vitum það ekki,“ segir Sigurður.

„Þetta er mjög fínn staður, við vissum ekkert um hann áður en við komum hingað.“ Sigurður er í sjálfu sér sáttur við þessi málalok úr því sem komið er en þykir hart að þurfa að afneita móður sinni svo hún sé ekki sett í bráða hættu:

„Mér finnst kerfið okkar vera alveg í molum, það verður bara að segjast eins og er.“

Hann skrifaði eftirfarandi pistil um málið á Facebook-síðu sína:

Ómanneskjulegt ömurlegt heilbrigðiskerfi

Í dag þurftum við bræðurnir að neita að láta útskrifa mömmu af landspítalanum vegna þess að hún er ekki í ástandi til að búa ein vegna Alzheimer sjúkdómsins. Þetta ættu sérfræðingar sem eru búnir að umgangast hana í 4 daga að vita. Þó svo að hún gæti ekki sagt þeim hvar hún ætti heima þá ætluðu þeir að senda hana þangað, hvert sem það nú væri… 
Við bræðurnir vorum komnir á endastöð og öryggis hennar vegna þurftum við að neita að taka við henni og því þurfti spítalinn að finna lausn. 
Þetta er ömuleg staða að vera í, þau voru búin að segja við mömmu að hún væri að fara heim, klæða hana í og undirbúa. Mamma var mjög hrædd og gerði sér greinilega grein fyrir að hún gæti ekki plumað sig heima, hún var mjög lítil í sér þegar hún tók utan um mig að sagði mér að hún vissi ekki hvað væri að gerast. 
Það er hræðilegt að þurfa að neita að taka við mömmu sinni til þess að hrista kerfið í gang svo þau fatti að þessi manneskja getur ekki séð um sig sjálf.

„við höfum oft sent heim fólk sem er verra á sig komið“ sagði læknirinn skömmustulega…

Ég óska eftir því að þessi svokallaði Heilbrigðisráðherra hysji upp um sig og fari að setja einhverja vinnu í það að koma þessu handónýta ómanneskjulega heilbrigðiskerfi í lag andskotinn hafi það

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ferðamenn borgi fyrir skimunina sjálfir

Ferðamenn borgi fyrir skimunina sjálfir
Fréttir
Í gær

Bláa Lónið segir upp 403 manns í dag

Bláa Lónið segir upp 403 manns í dag
Fréttir
Í gær

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur lygari laus úr haldi

Meintur lygari laus úr haldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugdólgur sem handtekinn var á Íslandi dæmdur í 6 mánaða fangelsi

Flugdólgur sem handtekinn var á Íslandi dæmdur í 6 mánaða fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meint kynferðisbrotamál í Hraunvallaskóla – Búið að taka skýrslu af börnunum

Meint kynferðisbrotamál í Hraunvallaskóla – Búið að taka skýrslu af börnunum