fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fréttir

Fehrat Encu kemst ekki á fundinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. janúar 2019 20:00

Ögmundur Jónasson Þingmaður frá 1995 til 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardag er efnt til fundar með fólki sem þekkir mannréttindabrot af eigin raun. Þetta eru tyrkneskir Kúrdar, Leyla Imret, sem hrakin var úr embætti bæjarstjóra í borginni Cizre í Suðaustur-Tyrklandi vegna andófs gegn ríkisstjórn Erdogans og flúði síðan land í kjölfar ofbeldis og fangelsana, og Faysal Sariyildiz, blaðamaður og þingmaður, sem sat árum saman í fangelsi og hefur kynnst mannréttindabrotum af eigin raun. Þriðji maðurinn er Fayik Yagizay, einn helsti talsmaður Kúrda í Evrópu. Sjálfur þekkir hann vel til tyrkneskra fangelsa – að innanverðu!

 

Parísardómstóllinn ekki í vafa um sekt!


Á síðasta ári fylgdist ég með Parísardómstólnum, sem starfað hefur allar götur frá sjöunda áratug síðustu aldar að frumkvæði heimspekinganna og mannréttindafrömuðanna Bertrands Russels og Jean-Paul Sartre, rannsaka hvort rétt væri að tyrknesk stjórnvöld hefðu framið stríðsglæpi og stórfelld mannréttindabrot í Kúrdahéruðum Tyrklands, eins og haldið hefði verið fram. Niðurstaðan var sú að svo hefði verið og léki þar enginn vafi á.
Ég ákvað þegar ég hlýddi á vitnaleiðslurnar að bjóða einhverjum vitnanna til Íslands að segja sína sögu og gera þau Leyla Imret og Faysal Sariyildiz það á umræddum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á laugardag.

 

Ferhat Encu Gladdist umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum.

Vildi opinbera rannsókn og var þá fangelsaður

Til hafði staðið af minni hálfu að bjóða hingað einnig  Fehrat Encu, þingmanni Lýðræðisfylkingarinnar, HDP, sem er flokkur Kúrda í Tyrklandi. Hann var fangelsaður í byrjun nóvember árið 2016. Ég hafði áður valið Fehrat Encu, nánast af handahófi, sem fanga er ég vildi fylgjast með. Hann sogaðist inn í stjórnmálin eftir að hann hóf baráttu fyrir opinberri rannsókn á fjöldamorðum sem framin voru í desember árið 2011 í fjallahéruðum sem liggja að Írak, en þau sem þá féllu fyrir sprengjuregni tyrkneska lofthersins voru á unglingsaldri og flest í fjölskyldu Ferhats, þar á meðal ung systkini hans. Í kjölfar þessara atburða bauð Ferhat sig fram til þings og var kjörinn í júníkosningunum 2015, en þá vann HDP-flokkurinn stórsigur.

Gladdist yfir umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum

Þegar ég síðan fór til Tyrklands í febrúar árið 2017 í svokallaðri Imrali-sendinefnd sem hafði valið sér það verkefni að vekja athygli á mannréttindabrotum í Tyrklandi, þar á meðal ómannúðlegri einangrunarvist Öcalans, leiðtoga Kúrda á Imrali-eyju í Marmarahafinu, reyndi ég að grennslast fyrir um hagi Fehrats Encu. Og viti menn, daginn sem við komum til Istanbúl eftir för okkar austur á bóginn var hann látinn laus úr fangelsi. Tókst að koma á fundi okkar í millum og gladdist hann mjög þegar ég sýndi honum skrif í íslenskum blöðum, meðal annars í DV, um hlutskipti hans. En gleðin var skammvinn því fáeinum klukkustundum eftir fund okkar var hann aftur kominn á bak við lás og slá og er þar enn.

Allir velkomnir

Þess vegna verðum við að láta okkur nægja að minnast á Fehrat Encu í Safnahúsinu klukkan 12 á laugardag að honum fjarstöddum.
Á fundinn eru allir velkomnir. 

Höfundur er Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hart deilt um Bashar – Egill sakar Andrés um að ala á útlendingaandúð – „Þú ert kominn út á mjög hálar brautir“

Hart deilt um Bashar – Egill sakar Andrés um að ala á útlendingaandúð – „Þú ert kominn út á mjög hálar brautir“
Fréttir
Í gær

Vorboðinn ljúfi Söngvakeppnin

Vorboðinn ljúfi Söngvakeppnin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskóladagurinn er í dag

Háskóladagurinn er í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjónusta skert við fárveikan mann sem heldur hvorki hægðum né mat – „Þú ert ekkert á neinum sérsamningi hér“

Þjónusta skert við fárveikan mann sem heldur hvorki hægðum né mat – „Þú ert ekkert á neinum sérsamningi hér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílstjóri ráðherra lagði íslenska ríkið – Fær orlofsgreiðslur á fasta 55 klukkustunda yfirvinnu

Bílstjóri ráðherra lagði íslenska ríkið – Fær orlofsgreiðslur á fasta 55 klukkustunda yfirvinnu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ástþór sakaður um ágengni þegar hann mætti óboðinn í matsal HA – „Þeir voru bara í grunnskólabörnum“

Ástþór sakaður um ágengni þegar hann mætti óboðinn í matsal HA – „Þeir voru bara í grunnskólabörnum“