fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Anna Clara lenti í árekstri í hádeginu og innbroti um kvöldið: „Fyrst manni er ætlað að lenda í svona áföllum, er þá ekki betra að klára þau bara á einum degi?“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 10:00

Hallgrímur og Anna Clara

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrst manni er ætlað að lenda í svona áföllum, er þá ekki betra að klára þau bara á einum degi?“ segir Anna Clara Björgvinsdóttir í samtali við DV. Anna Clara, sem búsett er á Tenerife ásamt Hallgrími unnusta sínum, varð fyrir þeirri fordæmalausu óheppni að lenda í hörðum árekstri og innbroti sama daginn, nánar tiltekið þann 19. desember síðastliðinn. Meðal annars rifu þjófarnir upp jólagjafir fjölskyldunnar og hurfu á brott með allt það sem þeir gátu borið.

Búa í friðsælu hverfi

Anna Clara og Hallgrímur fluttu út til Kanaríeyja fyrir í byrjun árs 2018. Þau eru búsett í bænum Adeje á suðvesturhorni Tenerife. „Þetta er afar friðsælt hverfi og því óraði mann ekki fyrir því að geta orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Jafnvel þó að það hefðu verið einhverjar fréttir um slík tilvik í nágrenninu,“ segir Anna Clara.

Hún var á ferðinni um gatnamót nærri heimili sínu eftir hádegi þennan dag þegar fyrsta ólánið dundi yfir. „Hér stoppa allir samstundis fyrir gangandi vegfarendum við gangbrautir og því stoppaði ég bílinn þegar ég sá eldri mann bíða við gangstéttina. Ung stúlka, sem var akandi fyrir aftan mig, var ekki með athyglina í lagi og bombaði aftan á bílinn minn segir,“ segir Anna Clara. Áreksturinn var harður og bíll ungu stúlkunnar eyðilagðist.

Harður árekstur

„Ég fékk talsvert högg á bakið og hálsinn en bíllinn minn var enn í ökuhæfu ástandi,“ segir Anna Clara. Talsverðan tíma tók að bíða eftir aðstoð og fékk Anna Clara Hallgrím til þess að vera sér til halds og trausts á meðan. Í kjölfar slyssins fóru þau beint til tryggingafélags síns og þaðan á nærliggjandi spítala til þess að fá mat lagt á áverka hennar.

„Þetta tók drjúga stund og við vorum loksins komin heim um klukkan níu um kvöldið. Þá sáum við að búið var að brjóta hurðarhúninn af útidyrahurðinni okkar,“ segir Anna Clara. Það skapaði talsvert vesen við að komast inn í íbúðina. „Við vorum viss um að þetta væri eitthvað pirrandi skemmdarverk enda var hurðin læst. Loks þegar okkur tókst að opna dyrnar þá fékk ég fyrst algjört áfall,“ segir Anna Clara.

Af Snapchat-reikningi Önnu Clöru

Eina í stöðunni að brotna niður og hringja í mömmu

Við henni blöstu flestir skápar heimilisins opnir upp á gátt og tætlur af gjafapappír á víð og dreif. „Þeir fjarlægðu flest smá raftæki sem þeir gátu borið auk þess að fara í gegnum jólagjafirnar okkar. Þeir rifu upp sængurföt sem móðir mín hafði ætlað að gefa okkur en fúlsuðu við þeim. Mamma var nú eiginlega hálfmóðguð yfir því og sagði síðar að þeir hefðu greinilega ekki skoðað hversu margir þræðir væru í þeim,“ segir Anna Clara og hlær dátt.

Þá höfðu þjófarnir einnig rifið upp gjöf frá dóttur Önnu Clöru þar sem hún var að gera grín að því að hún væri að verða amma með rúllum í hárið og fleira. „Þetta var auðvitað hrikaleg aðkoma og slæmur endir á enn verri degi. Ég gerði bara það sem flestir myndu gera í þessari stöðu – að brotna niður, hringja í mömmu og segjast vilja flytja aftur heim til Íslands,“ segir Anna Clara létt.

Nú nokkrum vikum síðar er Anna Clara þó ekki á leiðinni heim. „Við fengum okkur betri læsingu á útidyrnar og reynum að sjá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman. Það er auðvelt að bæta raftækin þó að einhver gögn hafi tapast. Þetta verður góð saga fyrir barnabörnin í framtíðinni,“ segir Anna Clara.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum hennar á Tenerife í gegnum Snapchat-reikninginn: clarakottur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu