fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

FÍB segir auglýsinguna misskilda: „Að dilla sér við Hip hop getur drepið“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 30. september 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný herferð FÍB (Félag íslenskra bifreiðareiganda) virðist fara misvel ofan í fólk. Herferðin kemur fram undir nafninu Það tekur aðeins tvær sekúndur, en markmið herferðarinnar er að biðja ökumenn um að vera með hugann við aksturinn.

Í einni af mörgum auglýsingum herferðarinnar er fólk varað við því að hugsa um næstu máltíð, í annarri er hættan að hlusta á hip hop-tónlist undir stýri.

„Að dilla sér við hip hop getur drepið, þegar þú ert við stýrið.“

Tónlistarmaðurinn þjóðþekkti Logi Pedro deildi skjáskoti af auglýsingunni á Twitter með ansi kaldhæðnislegri yfirskrift. „Allir hressir.“

Færsla Loga vakti mikla athygli en þegar þessi frétt er skrifuð hafa 221 einstaklingar líkað við hana, en Logi hefur gefið út mikið af hip hop-tónlist.

DV hafði samband við FÍB sem sagði að auglýsingin hefði ekki verið með hip hop-stefnuna sem sérstakt skotmark, frekar en hverja aðra stefnu. Markmiðið væri í raun bara að benda á hversu lítið þurfi til að alvarlegt slys geti átt sér stað.

„Þetta var raunverulega langt frá því að vera vísað á einhverja ákveðna tónlistarstefnu eða til að taka út einhvern ákveðin hóp. Það er mjög leitt að þetta hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum.“

Samkvæmt FÍB er herferðin unnin í samvinnu við FIA, alþjóðasamtök bifreiðaeigenda, en samskonar auglýsingar hafa birst erlendis undanfarna daga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“