Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna mikils elds sem kviknaði í Hvassahrauni. Samkvæmt slökkviliði var sumarbústaður alelda þegar tilkynningin barst er allt útlit fyrir því að hann sé ónýtur.
Enn er ekki ljóst hvernig eldurinn kviknaði en að svo stöddu glíma sex slökkviliðsmenn við eldinn og er hermt að geti tekið nokkurn tíma. Lögregla er einnig stödd á vettvangi og fullyrðir hún að engine hætta sé að eldurinn nái í nærliggjandi hús.