fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Ókunnugur maður fannst sofandi í barnaherbergi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. september 2019 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla þurfti að sinna ýmsum verkefnum í borginni í gærkvöldi og í nótt, til að mynda rafmagnshlaupahjólaslysi, þjófnaði og sofandi mann í barnaherbergi húss.

Um kvöldmatarleytið í gær var tilkynnt um slys við Klambratún í Reykjavík. Tveir menn á rafmagnshlaupahjóli óku á gangandi konu, sem datt og meiddi sig. Sjúkrabíll var sendur á staðinn, en lögregla veit ekki hversu alvarleg meiðsl konunnar voru. Maðurinn sem stýrði hlaupahjólinu er grunaður um ölvun við stýri.

Kallað var eftir aðstoð lögreglu á fimmta tímanum í nótt þegar ókunnugur maður hafði farið inn í ólæst hús í miðborg Reykjavíkur. Þar lagðist hann til svefns í barnaherbergin en húsráðendur þekktu ekki manninn. Ekki er greint frá því hvort barn hafi verið í herberginu. Þá greinir lögregla heldur ekki frá því hvort manninum hafi verið komið til síns heima eða hann fengið að gista fangageymslur.

Um klukkan tvö í nótt handtók lögreglan ölvaðan mann fyrir líkamsárás. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild, en ekki er vitað hversu alvarlega slasaður hann er.
Laust eftir klukkan tvö var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðborg Reykjavíkur. Hann er grunaður um innbrot, þjófnað og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans