fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Komu fólki úr sjálfheldu til bjargar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. september 2019 15:43

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna tveggja einstaklinga sem voru komnir í sjálfheldu í brattlendi við Tröllafoss í Mosfellsdal.  

Þetta kemur fram í tilkynningu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en þar kemur fram að fyrstu björgunarsveitarmenn voru komnir á svæðið um klukkan eitt, rétt um 40 mínútum eftir að neyðarkall barst. 

Fyrstu menn á vettvang voru fljótir að finna fólkið í hlíðinni. Aðgerðum lauk á vettvangi tuttugu mínútur yfir tvö. Þá voru allir komnir niður, bæði björgunarfólk og fólkið sem lenti í sjálfheldu.

Björgunarmenn sigu niður til fólksins sem var skelkað en óslasað. Aðgerðin gekk vel og var fólkið ánægt að komast niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans