fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Dagný Magnea er látin: „Nú verða samverustundirnar ekki fleiri“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2019 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Magnea Harðardótt­ir, fyrrverandi skrifstofustjóri Ráðhússins á Akureyri og starfsmaður skrifstofu borgarstjórnar í Reykjavík, er látin. Dagný var yngst þriggja systra. Systur hennar eru Jenný Kamilla og Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Dagný Magnea lést þann 20. september 2019 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Fjölmargir minnast hennar bæði á Facebook og í minningargreinum í Morgunblaðinu. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata skrifaði samúðarkveðju á Facebook-síðu systur hennar, Oddnýju og segir: „Dagný var yndisleg kona og dýrmætt að fá að kynnast henni.“

Oddný sjálf skrifar fallega minningargrein í Morgunblaðið um systur sína. Hún hét Dagný Magnea og var litla syst­ir mín. Ég var fjög­urra ára þegar hún fædd­ist. Dæja var hún kölluð, hlát­ur­mild og glaðlynd frá fyrsta degi og þannig auðgaði hún líf okk­ar allra, jafn­vel á meðan drungi skilnaðar for­eldra okk­ar var yfir heim­il­inu og hún yngst og viðkvæm­ust. Mig grunaði ekki þá að hún ætti eft­ir að verða sú sem ætíð veitti mér stuðning og skjól með skýrri sýn á til­ver­una og góðum ráðum á erfiðum stund­um. Dagný syst­ir mín var sú sem ég gat alltaf reitt mig á, líka þegar að mamma okk­ar dó langt fyr­ir ald­ur fram. Og raun­ar var hún öll­um sín­um nán­ustu ómet­an­leg stoð og stytta,“ skrifar Oddný.

Hún segir enn fremur að hún hafi einungis starfað í tvo mánuði hjá Reykjavíkurborg þegar hún greindist með krabbamein. „Dæja var orðin tveggja barna móðir þegar hún lét draum­inn um fram­halds­nám ræt­ast. Svo fór að hún lauk há­skóla­prófi með glæsi­brag og fékk starf þar sem mennt­un henn­ar og mann­kost­ir nutu sín. Dagný hóf störf hjá Reykja­vík­ur­borg árið 2018 og var aðeins búin að vinna hjá borg­inni í um tvo mánuði þegar að hún greind­ist með krabba­mein. Henni líkaði nýja vinn­an vel og var ánægð með flutn­ing­inn til Reykja­vík­ur. Við höfðum hugsað okk­ur gott til glóðar­inn­ar og lagt á ráðin um enn fleiri sam­veru­stund­ir þar sem stutt væri að fara bæði á milli vinnustaða okk­ar og heim­ila. En þá greip ill­vígt krabba­mein inn í og nú verða sam­veru­stund­irn­ar ekki fleiri,“ skrifar Oddný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“