

WOW air mun ekki fara í loftið fyrr en um miðjan október en ekki í byrjun október eins og vonir stóðu til. Fjallað er um þetta í ViðskiptaMogganum í dag.
Þegar tilkynnt var um endurreisn félagsins á blaðamannafundi þann 6. september síðastliðinn sagði Michele Edwards, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, að lággjaldaflugrekstur myndi hefjast í byrjun október.
Í frétt ViðskiptaMoggans eru nokkrar ástæður fyrir töfunum raktar, til dæmis að lén félagsins (wow.is og wowair.com) hafi ekki fengist afhent. Heimildir blaðsins herma að undirbúningur gangi vel og fer vinna við bókunarvél félagsins fram hér á landi en vinna við flugrekstrarlega þætti í Bandaríkjunum.